Búnaðarrit - 01.06.1918, Síða 8
134
BÚNAÐARIIIT
að skilrúmsveggurirm nær út í útveggi og sýnir það
glögglega hve tróðið er þýðingarmikið. Eflaust hefði ver-
ið nægilegt, að láta hann aðeins ganga í innveggina.
Ekki þekki jeg þessar eldstór af eigin reynd, en þessi
sýnist hafa gefist ágætlega. Jeg hef eitt sinn sjeð hana
og sýndist hún traustlega smíðuð.
Nr. 8. Bygt 1913—15. Steypublandan 1 : 'á1/* : e1/^.
Dálitlu af deigulmó var hrært saman við vatnið, sem
haft var í steypuna til þess að gera hana þjettari. Út-
veggir tvöfaldir. Ytri veggirnir 0.23 m. (um 9") þykkir.
Utan á þá var borin blanda úr 1 hl. sements móti 3 hl.
sands svo smáholur fyltust og yflrborð yrði jafnara, en
annars voru þeir ekki sljettaðir („pússaðir"). Að innan
voru þeir jarðbikaðir. Innri veggir 0.10 m. (4") þykkir,
sljettaðir að innan og málaðir. Milli veggjanna mótróð
0.17 m. (6V2") á þykt. Loft yfir kjallara tvöfalt með
mó og torftróði. Eldhús er uppi með eldstó en ofn í
dagstofu. Daglega er lagt í stofuofninn, en í frostlausu
aðeins að morgninum. Eldsneyti: sauðatað og lítið eitt
af mó.
Svar: Jeg álít dagstofuna eins lilýa og torfbaðstofu,
sem hjer var áður og var talin vel hlý. Sami ofninn,
sem var í baðstofunni er hafður til að hita 2 stofur í
húsinu, sem eru töluvert stærri en baðstofan og finst
mjér þær hitna fullt svo fljótt, en kólna heldur fljótar,
eftir að deyr í ofninum. í dagstofunni eru gjarnast
13—18° á Celcius. í mestu frostum (15—20°) hefir
hitinn í dagsstofunni, sem enginn er i að nóttunni, kom-
ist ofan í 50 á C., en sjaldan er hitinn svo litill. I
engum íbúðarherbergjum hefir frosið.
Hvergi get jeg sagt að raki sje í húsinu. Þó myglar
á balc við hirzlur í hornum á 2 lierbergjum, þar sem
steinskilrúm liggja út í útveggina við anddyrið að aust-
an. Á þessu ber þó aðeins á vetrum i frostum. Ekkert
blotnar þó á þessum stöðum, en sýnilega er þó myglan
af raka. Hvergi annarsstaðar er raki í húsinu.