Búnaðarrit - 01.06.1918, Side 22
BDNAÐARRIT.
Skýrsla
um tilraunir með hámarksgjöf af votheyi
handa mjólkurkúm.
Samkvæmt tilmælum Búnaðarfélags íslands tók eg að
mér að gera tilraun með það í vetur, hve mikið mundi
vera tiltækilegt að gefa mjólkurkúm af votheyi í hlut-
falli við þurhey, án þess að votheysgjöfln gengi út yfir
nythæð eða heilsufar mjóikurkúnna.
Til þess að árangur tilraunanna verði sem Ijósastur,
verður að geta þess, að hér um bil a/4 hlutar af fóðri
allra kúnna hjá mér er úthey, en aðeins V-i taða. Útheyið
var því nær alt þurkað og einnig helmingurinn af töðunni,
en úr hinum helmingnum af töðunni var gert vothey og
auk þess nokkru af útheyi. Útheyið er starhey af flæði-
engi, og það sem notað var handa kúnum náðist mest
með góðri verkun og var geymt í hlöðu, en sumt var
hirt linþurt og sett í stakk úti og hitnaði allmikið í
honum, svo að heyið bliknaði talsvert. Taða sú, er
þurkuð var, hraktist nokkuð, en náðist hæfilega þur á
endanum og ekki mikið skemd.
Vegna þess, hve taðan var lítil, var ekki hægt að
nota tóma töðu við tilraunirnar, heidur varð að hrista
saman töðu og úthey og var það gert eftir þeim hlut-
föllum, að saman við 1 lcg. af töðu voru lirist 51/3
af útlieyi og lieyið f>annig blandað gefið öllutn kíinum,
sem tilraunirnar voru gerðar með.
Votheyið var gert í gryfju, sem grafin var í gamlan
öskuhaug, þurran og þéttan. Gryfjan er hringmynduð
og óhlaðin innan, en ofan á gryfjubarmana er hlaðinn