Búnaðarrit - 01.06.1918, Blaðsíða 69
BUNAÐAKRIT
195
innleiða Möðrudals-íé þar í Hólum, en útrýma gamla
fjárkyninu þar af því það er lakara. Haustið 1912 vó
ein heimaalin ær þar 41 kg., en dilkur hennar vó 42
kg., en hann var undan hrút frá Möðrudal. í haust var
þar ær frá Möðrudal með tvo hrútdilka, sem vigtuðu
um 40 kg. hvor og er það afbragðs góð þjngd í þeirri
sveit.
Það hefir oft komið fyrir hér á landi, að dilkar ánna
hafa orðið þyngri en þær, er notaðir hafa verið handa
þeim hrútar af miklu vænna kyni. Skal hér skotið inn
í einu dæmi um það.
Hákon á Arnaldsstöðum keypti 60 ær sunnan úr
Öræfum haustið 1913. Þegar þær um haustið höfðu
jafnað sig eftir ferðina. voru þær til jafnaðar 31^/2 kg.,
en sú léttasta var 27]/2 kg. Til ánna var hafður þing-
eyski hrút.urinn, sem getið er um hér að framan.
Hann vó um 100 kg. Haustið 1914 var ein Öræfaærin,
sem vó 38 kg., með hrútdilk, er vó 40^2 kg. Var það
ekki eins dæmi þarna, því að oft voru þessar ær með
þyngri dilka en þær voru sjálfar, þegar þingeyski hrút-
urinn var faðir lambanna.
Eg tel það ráðlegt, að bændur sunnan Lagarfljóts alt
suður í Öræfi leiti eftir kynbótafé norður fyrir Lagar-
fljót og þá helzt fé af Möðrudalskyni. En þá er ekki
fullnæejandi að fá kind eða kindur aðeins í eitt skifti,
heldur verður að endurnýja kindakaupin, þar til hið
aðfengna fé er búið að ná fullri festu í heimafénu.
í Vopnafirði og á Langanesströndum er fé víða gott
og virðist ekki þörf á þvi fyrir bændur þar, að seilast
eftir fé úr öðrum sveitum til kynbóta, heldur velja úr
fénu innsveita.
Þessar hrútasýningar glæða mjög eftirtekt og áhuga
manna fyrir fjárræktinni. Almennar framfarir á því sviði
eru greinilegar síðan sýningarnar byrjuðu. Nú fer t. d.
góðum hrútum mjög íjölgandi. Það staíar meðfram af
því að sýningarnar hafa komið þeim í hærra verð, en
*13