Nýtt land - 01.01.1936, Blaðsíða 19

Nýtt land - 01.01.1936, Blaðsíða 19
N Ý T T L A N D 17 söltum hafvindum og hvítum, litlum hárum. — ÞÚ ert hara liissa! Hóla-Jóna stamaði: — Verk-fall! -— Já, verkfall út af þér. Hóla-Jóna kipptist við og starði upp- sperrtum augum á Sigríði. Síðan leit liún undan og horfði niður á stórar og rauðar liendumar á sér. Svo kíkti hún útundan sér á Sigríði og sagði kuldalega, en þó með skjálfta i rödd- inni: — Út af mé-her? — .Tá, þér og börnunum þinum. Hóla-Jóna sneri nú andlitinu að Sig- ríði, og það kom eitthvað liart og tor- tryggið i augnaráðið, eins og hún væri i varnaraðstöðu: — Börnunum mínum? Hvað koma þau ykkur við? sagði hún og beit sund- ur orðin. Sigriður varð hvasseyg og það kom liiti í röddina: — Hvað þau koma okkur við! Jú, þetta er svo sem vanalegi skilningur- inn! Eiga ekki sumar okkar börn — og flestar hinna koma til að eignast þau — og er okkur þá elcki áríðandi að standa liver með anari og láta það ekki viðgangast, að oklcur sé ekki bara láð, þó að við reynum að verja börn- in okkar, heldur séum við hreint og beint sviftar möguleikunum til að geta séð fyrir þeim, eins og kraftarnir leyfa. Það var bara ágætt, að þetta i gær skvldi koma fvrir. Það kom þá að því, að þér fannst þú ekki geta látið liafa hörnin þin fyrir fótaþurku illa uppaldra og ósiðaðra strákbjána þessa fólks, sem hefir peningaráð, en vantar alla félagshugsun og mcnningu. Og nú ætlum við að heimta þig tekna i vinnuna aftur — ætlum okkur að sýna það, að þú sért ekki bara ambátt, sem hægl sé að sparka í eins og livern lystir! Hana vantaði ekki munninn, hana Sigriði. Þær kunnu að orða það, sum- ar þessar úr félaginu. Hóla-.Tóna kvikaði augunum sitt á hvað — og svo sagði hún liikandi og tómlega: — Þið .... þið gerið þó vist ekki .... ekki þennan skræk, bara til að .... til að hjálpa mér .... og .... og honum Sigga og herini Gunnu litlu? Nú gat Sigríður ekki að sér gert. Hún hrosti: — Finnst þér það svo fjarstætt? Við lijálpum þér núna, og svo hjálpar þiT okkur seinna, þegar við þurfum á þvi að lialda! Við segjum bara allar sem ein: Við vinnum ekki eitt handtak að vaskinu, fvr en hún Jóna hefir verið tekin aftur i vinnuna! Ekki eitt hand- tak! Skilurðu það? Sigríður var nú aftur orðin alvarleg. Hóla-Jóna neri saman liöndunum, eins og í fáti. Og hún góndi góða stund upp i loftið. Síðan leit hún með hægð til Sigríðar og var eitthvað svo und- arleg til augnanna. Það var sjálfsagt af að horfa á sólina. Síðan mælti hún með einkennilegum semingi: — Og heldurðu þeir .... þeir taki mig aftur, liann ólafur og hann Eyj- ólfur? — Ég held ekkert um það. Þeir eru neyddir til. Þeir skulu! Og nú var það búið, samtalið. Jóna setti undir sig höfuðið og starði beint fram undan sér — og svo raulc hún af stað og stefndi á kofadvrnar, eins og hún ætlaði að skalla hurðina. En

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.