Nýtt land - 01.01.1936, Blaðsíða 29
N Y T T L A N D
27
á iðgjöldum eða fulla eftirgjöf. Þá hef-
ir fátækum mönnum oft verið gefið
eftir að greiða iðgjald.
Eftir að iðgjöld hækkuðu, jukust
tekjur þess stórum og þar með mögu-
leikar til margskonar starfsemi.
Á fyrsta ári félagsins var stofnað-
ur stvrktarsjóður innanfélags. Var fé-
lagsmönnum heimilt að taka þátt i
honum gegn lágu aukagjaldi árlega.
Árið 15)10 var þessi sjóður aðgreind-
ur frá félaginu og gerður að sérstakri
stofnun, og liefir verið það síðan.
Auk þess greiddi félagið jafnan
nokkurt fé úr sjóði sínum á liverju
ári til styrktar nauðstöddum mönnum.
Fyrsta árið gengu i Dagshrún ná-
lægt 600 manns. Eftir ])að jókst fé-
lagsmannatalan hægt og var aðeins 867
í árslok 1929. Misjafnt var þetta nokk-
uð eftir árum, fækkaði sum árin, en
fjölgaði önnur. Utanfélagsmenn fengu
að jafnaði greitt sama kaup og félags-
menn. Varð þvi lielst til mörgum að
spara við sig iðgjaldagreiðslu til Dags-
brúnar. Stjórnmálaskoðanireðaflokks-
fvlgi átti lika hlut að þessu máli.
Það má því telja einn af merkustu
viðburðum í sögu Dagsljrúnar, þegar
hún fann sig nógu öfluga til þess að
banna félögum sínum að vinna með
utanfélagsmönnum. Samþvkkt um það
var gerð á félagsfundi 16. febr. 1929.
Upp frá þeirri stundu streymdu verka-
menn inn í félagið. í árslok 1935 eru
félagsmenn taldir 1940.
t þessu stutta vfirliti er þess enginn
kostur, að telja upp allt, sem Dags-
brún h’efir haft með höndum. En það
er orðið æði margt, annað en kaup-
gjaldmál. Skal hér i fám orðum dre])-
ið á nokkur helztu atriðin.
Dagsbrún tók þátt í stofnun Verka-
mannasambands íslands 1907, og Al-
þýðusambands íslands 1916. Hún hef-
ir alla líð síðan átt álirifsmikla menn
á sambandsþingi, í sambandsstjórn og
fulltrúaráði verklýðsfélaganna. Félag-
ið hefir jafnan átt einna drýgstan þátt
í stjórnmálastarfsemi Alþýðuflokks-
ins í Reykjavík.
Við undirbúning bæjarstjórnarkosn-
inga 1910 ákvað Dagshrún að liafa
sérstakan lista i kjöri. Úr þvi varð
þó ekki, því samningar tókust við
landsmálafélagið Landvörn um sam-
eiginlegan lista, með því skilyrði, að
formaður Dagsbrúnar (P. G. G.) yrði
efsti maður á þeim lista, og liáði i.n
kosningu.
Nokkrum sinnum hefir félagið tek-
ið þátt í vörupöntunum fyrir félags-
menn, kolum o. fl.
Dagsbrún gaf út Verkamannablað-
ið 1913, og hún hefir stvrkt blaðið
Dagsbrún og Alþýðublaðið síðar.
Þá hefir Dagsbrún, með ríflegum
fjárframlögum, átt drjúgan þátt í þvi,
að hægt var að ráðast i byggingu Al-
þýðuhússins við Hverfisgötu.
Dagsbrún hefir haldið margar hluta-
veltur til ágóða fyrir styrktarsjóð sinn.
Auk þess afmælishátíðir og fleiri
skemmtisamkomur.
Til styrktarsjóðs verkamanna- og
sjómannafélaganna hefir Dagsbrún
greitt allmikið fé, enda hafa félags-
menn orðið mikilla hlunninda aðnjót-
andi úr þeim sjóði.
Erfðafestuland tók Dagsbrún á
leigu 1912, og höfðu félagsmenn af því
nokkur not. Þetta land var tekið af
félaginu 1933, gegn endurgjaldi.
í starfsemi félagsins hafa öll meiri-
háttar mál verið ákveðin á félagsfund-
um. Alls hafa verið haldnir 413 fé-