Nýtt land - 01.01.1936, Blaðsíða 4
2
N Ý T T L A N D
ings, þekkingar, áræðis og vongleði um bggðir landsins og fiskimið, alstaðar
þar, sem íslensk alþgða gengur að verkum sinum.
„Nýtt land" vill gefa lesendum sínum kost á að fræðast um heiminn,
svo mjög sem rúm ritsins leyfir. Hvarvetna gerast nú þeir atburðir, er máli
skipta fgrir hag og heill íbúa þessa lands. Hvarvetna heyja geyst félagsöfl
baráttu, og úrslit baráttunnar verka á daglegt Hf og afkomu almennings hér,
eins og hann væri næsti nágranni þeirra, er að viðburðunum standa. Til
þess eru víti að varast, reynsla að af henni megi læra. t þroskuðum skiln-
ingi almennings á heimsviðburðum, og glöggri, hleypidómaknisri vitneskju
um þá, felast fyrirheit um, að afstýrt verði mörgum voða, girt fyrir margs-
konar böl. „Nýtt land" vill, með fræðslu sinni um heimsviðburði, gera sitt
til að forða islensku þjóðinni frá þeirri sjálfslægingu, þeirri afmáun mann-
legs virðuleiks, sem orðið hefir hið dapurlega hlutskipti hinna mörgu þjóða,
er lagt hafa sig blindandi i fjötra skef jalauss einræðis. „Nýtt land" vill vera
skeleggur vörður gegn þeirri hrörnun menningarinnar, þeirri nppgjöf mann-
legra vitsmuna og drengskapar, er slíku fær valdið.
Af þessum sökum mun „Nýlt land" einnig gera sér far um að kynna
lesendum sínum þá félagslegu starfsemi hér á landi, sem undanfarna ára-
tugi hefir hnigið að þvi að reisa við úr lægingu og réttleysi hag og lífskjör
almennings til sjávar og sveita, þær stefnur í stjórnmálum og menningar-
málum, sem miðað hafa að því að búa þjóðina þeim manndómi og þroska,
sem þróast í skjóli þelckingar og lífsöryggis. Sú barátta, sem undanfarna
áratugi hefir verið háð um þessi mál, er traustasti leiðarvísirinn um mat á
fortíðinni, um réttmæt viðhorf alþýðu manna til baráttu yfirstandandi augna-
blika, og til skilnings á viðfangsefnum komandi ára. Þess vegna verða jafn-
aðarstefnan, starf og stefna alþýðusamtakanna, Alþýðuflokksins, fyrirætlanir
hans og hugsjónir, málefnasvið, sem „Nýtt land" viTI leitast við að skýra
og kynna.
Ýmsir af ritfærustu mönnum þjóðarinnar og knnnnstu og vinsælustu
skáldum hennar hafa heitið „Nýju landi" stuðningi sínum. Er það því von
vor, að lesendur vorir eigi þess nolckurn lcost, að kynnast því nýjn frá fyrsttí
hendi, sem vel er hugsað og ritað með þjóðinni. Svo mun og „Nýtt land" gera
sér far um að veita lesendum sínum nokknrt yfirlit um það, sem einkum er
ofarlega á baugi t listum, vera dálitið sýnishorn þess gróanda, þeirrar nýsköp-
unar, sem nútímamenning þjóðarinnar í víðustu merkingn, ber í skauti sínu.
„Nýtt land" óskar öllum lesendum sinum, styrktarmönnum og kaup-
endum gleðilegs drs.