Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 2

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 2
2 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 193.1 Ðrúna hættan 1. Úrvalsrit þýzkra lista- og vísindamanna eru brennd í'yrir framan háskólann í Berlín. Fjöldi af ágætustu afreksmönnum þýzkrar menningar eru gerðir landrækir, fangelsaðir eða drepnir. í Þýzkalandi liefir orðið ofaná, um stundarsakir, algjör afneitun allra þeirra hugmynda, sem glæsilegastar liafa skapazt fyrir aukinn skilning og aukið vald mannsins á öllum sviðum mannlegs lífs. Þetta er í stuttu máli, það sem fréttist úr „þriðja ríkinu“. Hryðjuverkin þýzku hafa fengið á sig andstyggð allra heiðarlegra manna, sem nokkuð þekkja til. En það eitt nægir ekki. Það er ófyrirgefanlegur misskilningur að halda, að þótt nazisminn sé í eðli sínu rotinn, liljóti ]>ann að falla um sjálfan sig. Nei, hann lirynur þvi að- eins, að lionum verði hrundið. Ilann er borinn uppi af hagsmunum lieillar stéttar, sem sér alla sína lífsvon, þar sem hann er, og nazistarnir hafa í sínum höndum ríkisvaldið, skólana, útvarpið, hlöðin og kirkjuna og nota þetta allt til liins ítrasta. Falsanir, lygar og of- beldisverk, allt, sem bægt er að beita í þágu eins mál- staðar — annað en röksemdir — nota þeir hiklaust og óspart. Strax í barnaskólunum er lögð áherzla á að innræta börnunum bernaðaranda og kenna þeim vopnaburð og annað, er að hernaði lýtur. Þessi hlið kennslunnar lieitir annars Wehrhaftmachung! í „Mein Kampf“ segir Hitler, að aðaláherzluna heri að leggja á líkamsmennt, þekking sé aukaatriði. Séu þessi ummæli skoðuð í sambandi við orð bayerska menntamálaráð- herrans Schlemm: „Hin dýpri merking líkamsþroskunar æskulýðsins liggur í því, að hann alist upp til varnar- vilja“, — skýrist þetta til fullnustu. Nei, með öllum þeim tækjum, sem nazistarnir hafa yfir að ráða, til að liafa áhrif á hugsunarhátt þýzku þjóðarinnar, og með öllum sínum víðtæku ofbeldisráðstöfunum eru þeir voldugur óvinur, það verður okkur að vera ljóst. Við verðum að þekkja fassismann, ekki einasta sem „fræðikenningu“, heldur í framkvæmdinni, skilja, að hann er síðasta örþrifaráðið, sem afturhaldsöflin grípa til, síðasta myndin, sem kapitalisminn tekur á sig, skilja, að með honum hefir enginn hnútur verið leystur. En er þá ekki barátta andfasistanna vonlaus barátta? Nei, sá baráttubugur og sú frelisþrá, sem skapazt hefir uudanfarin ár lijá ])ýzka verkalýðnum og er aleiga mill- jóna kúgaðra en ótrauðra manna, verða aldrei drepin. Sá fjöldi, sem látið hefir hlekkjast til fylgis við Hitler, lifir ekki lengi á lofsöngvum, flugeldasýningum og mann- drápum. Nei — verkalýðurinn þýzki skilur fyr en varir köllun sína. Vei Hitler, þegar sá dagur rennur upp. En til þess þurfa þýzku andfassistarnir á öllum sinum kröft- um að halda — og okkar allra kröftum. En þá segja m,argir: Hvað getum við Iiér úti á Islandi aðhafzt gegn þýzka fassismanum? Við náum ekki þang- að með neina lijálp. En þetta er ekki rétt. Barátta and- fassista alls heims er stórkostlegur styrkur fyrir baráttu |)ýzka verkalýðsins og allra þýzkra andfassista. í öðru lagi eru bugsunarbáttur og drottnunarform naz- ismans ekki eins staðbundin fyrirbrigði og nazistarnir vilja vera láta. Það er fyrirsjáanlegt, að ef ekki tekst að reisa rönd við, leiðir aukin kreppa og innri mótsetningar til fassistiskrar ríkisstjórnar einnig liér á íslandi. Við þekkjum liér nú þegar ósvífnar lögregluárásir í sambandi við andfassistabaráttu og sjáum yfirleitt al- liliða fassiseringu ríkisvaldsins. Þetta er annað atriðið í eflingu fassismans liér lieima. Hitt er sú agitation, sem stefnir að því að undirbúa hugsunarhátt manna undir hreinan þjóðernissinnaðan Hitlerfassisma. Það er t. d. ótrúlegt, en samt er það satt, að liér við háskólann er nazisti kostaður af þýzku ógnarstjórninni og íslenzka ríkisvaldinu i sameiningu, til að lialda hér fyrirlestraflokk um þýzk menningarmál. Maður þessi lieitir dr. Keil og fyrirlestrarnir heita: Gánge durch deutsche Kultur und Geschichte (yfirlit yfir þýzka menn- ingu og sögu). Undanfarið hefir hann farið yfir póli- tíska sögu þýzku þjóðarinuar og beitt við það sinni „ger- mönsku heimsskoðun“. Kenningin um að skipting mann- kynsins í kynflokka sé grundvöllur sögunnar, Rassen- kunde (kynþáttafræði) Gúnthers og aðrar ámóta firrur skipa þarna öndvegið. Sögufölsunin, þjóðernisofstækið, hernaðarandinn, hetjudýrkunin, Ilitlerstilbeiðslan, allt er þetta að finna i ríkum mæli í þessari „fræðslu" um menningu og sögu ])ýzku þjóðarinnar. Önnur eins ósvífni og þessi gagnvarl íslenzkum menntamönnum er óþol- andi. Við róttækir stúdentar krefjumst þess, að dr. Keil sé þegar í stað látinn hætta sinni nazistisku útbreiðslu- starfsemi hér við háskólann. Það er óþolandi, að hlóðstjórn Hitlers og Göhrings eigi frjálsan aðgang að Háskóla íslands til að nota hann í útbreiðsluskyni fyrir Jyga-„vísindi“ sín og ómenn- ingu. 2. „This is the age of the war of the oppressed against the oppressors“. Shelley. Sú barátla um menningu eða ómenningu, sem báð er nú síðustu mánuðina, er án efa sú ltarðasta, sem mann- kynssagan getur um. Þessi stórkostlegu átök skýrast aðeins út frá því, að yfirstandandi ár eru tímabil byltinga og styrjalda á sviði þjóðfélagsmálanna og þá auðvitað um leið á öllum öðr- um sviðum menningarinnar. Hin gömlu form eru að ganga sér til búðar. Hin nýju, sem enn eru á fósturstigi, skapa nýjan hugsunarhátt, ný sjónarsvið. Sá, sent af þjóðfélagslegri nauðsyn var kúgaður, byrj- ar að liugsa eins og frjáls og fullveðja maður, þegar hann verður þess var, að þessi nauðsyn er. fallin úr sögunni, og hann tileinkar sér biklaust hin nýju sjónarmið. Séð af nýjum sjónarhól fær mannlegt líf á sig nýtt úllit, áð- ur óþekkt yfirbragð.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.