Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 7

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 7
1933 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 7 ÍSLENDINGAR! Höfum það hugfast á þessum merka minningardegi þjóðarinnar, að sjálfstæði landsins er bezt borgið með því, að vér séum einhuga um að styðja af alefli allt innlent framtak, bæði til lands og sjávar. — Eflið gengi íslenzkra siglinga með því að skipta ávallt við Ei msk i pafélag íslands þær mikilsverðu breytingar á stúdentaráðslögunum að fellt var burtu hið afturhaldssama ákvæði laganna um sérstaklega skipun oddamanns ráðsins, en samkvæmt þessu ákvæði var oddamaður stúdentaráðsins kosinn af l’ráfarandi ráði á hverjum tíma. í þess stað verða 5 stú- dentaráðsfulltrúanna kosnir framvegis með almennum kosningum allra háskólastúdenta, í stað 4 áður. Þessar lcosningar ern hlutbundnar, og er það út af fyrir sig stór- kostleg réttarhót. Jafnframt var i lög tekið, að hlutfalls- kosningum skjddi heita við allar nefndarkosningar í slúdentaráðinu og við kosningu á stjórn ráðsins. Sá ég það seinast til vina okkar „valdimaranna“ á þessum fundi, að þeir greiddu flestir atkvæði á móti þessari til- lögu, sem Páll Hallgrimsson hafði borið fram. Og auð- vitað var þetta líka lengra gengið „í róttæka átt“ en svo, að vinir okkar „valdimararnir“ gætu fylgt því. Félag róttækra háskólastúdenta fylkti sér um stú- dentaráðskosningar, sem fóru fram eftir hinum nýju lög- um. Bar félagið fram eftirfarandi lista við kosningarnar: Sölvi H. Blöndal stud. jur., Theodór Skúlason stud. med., Þorvaldur Þórarinsson stud jur., Páll Hallgrímsson stud. jur., Friðrik Einarsson stud. med., Guðmundur Gíslason stud. med., Eiríkur Magnússon stud. theol., Steingrímur Pálsson stud. mag., Björn Sigurðsson stud. med., Ármann Jakohsson stud. jur. Fékk listi okkar 56 atkvæði við kosningarnar, en listi „valdimaranna“ fékk 80 atkvæði. Aðrir listar voru ekki hornir fram. Kom listi okkar þannig að 2 fulltrúum i slúdentaráðið. Við deildarkosningarnar koinum við auk ]iess að einum fulltrúa, svo að við eigum þá alls 3 full- trúa i stúdentaráðinu. Eftir atkvæðatölunum við liinar almemiu kosningar ættum við að hafa 4 af þeim 9 fulltrúum, sem stúdenta- ráðið er skipað, í stað 3, sem við höfum. Slikt misrétti ætti sér ekki stað, ef deildarkjörið væri lagt niður og alll stúdentaráðið kosið almennum kosningum allra liáskóla- stúdenta. Hagsnninnm deildanna ætti að vera jafnt horg- ið eftir sem áður. Bæði er það, að hagsmunir hinna ein- stökn deilda rekast yfirleitt ekki á, svo að ein deildin liefir enga sérstaka tilhneigingu til að troða annari um tær, enda ætti deildnnum að vera i lófa lagið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stúdentaráðið, þótt þær missi deildarfulltrúans, og hann veitir ekki aðra tryggingu um hagsmuni deildarinnar en þá eina, sem í málflutningi hans kann að felast. Meiri hluii stúdentaráðsins gerir 1. des.-blaðið að pólitísku meirihlutamálgagni sínu Við fulltrúar Félags róttækra háskólastúdenta í stú- dentaráðinu höfum strax komizt þar í ágreiningsaðstöðu. Svo er mál með vexti, að stúdentaráðið gefur árlega út hlað 1. des., hið svonefnda 1. des.-hlað, og liefir hlaðið

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.