Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 12

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 12
12 NÝJA STÚDENTABLAÐItí 1933 Beztu cigaretturnar í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1,10 — eru Commander Westminster Virginia c i g a r e ttur Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávallt í heildsölu hjá Tóbakseinkasölu ríkisins Búnar til af Westminster Tobacco Company Ltd., London. og leitazt við að grafa fyrir rætur þeirrar rotnunar, sem sýkt liefir allt samfélag þessara vesæln vera, sem telja sig guðs útvöldu á jörðinni og skapaða í hans eig- in mynd. Menn taka að meta meir liispursleysi, einurð og lireinskilni en hræsni, fláræði og fals, sem teljast með liöfuðdyggðum vorra tíma. Meir og meir rofar fyrir þeim skilningi, að heim- inum beri að stjórna á vitrænan liátt, svo að allir, sem erja þennan eymdardal, fái notið þeirra ótakmörkuðu lífsgæða, sem þeir hafa aflað i sveita síns andlitis. Ný lífsviðhorf, nýjar hugsjónir og nýtt mat allra verð- mæta fara eldi um allar jarðir. Og jafnvel verður þeirra vart í háskólanum íslenzka við Austurvöli. En þar er við ramman reip að draga. Stúdentar finna fljótt, að hér er nokkuð á ferðum, sem raskað get- ur óþyrmilega svefnró þeirra og sálarfriði, sem þeir l'yrir vald vanans meta orðið mest af öllu. Og þeir eru staðráðnir í að hafa að engu allt, sem krefst nýrra viðhorfa og vinnubragða, ef fram kynni að koma. Þeir fáu, sem hrífast láta af rökum nýrra sjónarmiða og vilja einarðlega liorfast i augu við stað- reyndir tímans, fá óþvegin orð í eyru. Þeim er brugðið um ofstæki, glamur og byltingabrölt, kallaðir liávaða- menn og friðarspillar, sem ekkcrt liafi annað í hyggju en ala á ófriði og erjum í friðarlieimi stúdenta. Öllum þeirra rökum er annaðhvort svarað með þumharalegri fyrirlitningu eða nístandi tómlæti og ekki nokkur minnsta tilraun gerð til að meta sanngildi þeirra skoðana, sem þeir hafa fram að bera, á lióg- íegan og drengilegan hátl. Svo mikil er tortryggni og svo frumstæður ótti „rósemdarmannanna“, að allra hragða hefir verið leitað til að hægja skoðanafjendum þeirra frá íhlutun um almenn mál stúdenta og draga úr þeim áhrifum, sem þeim að réttu lagi ber, sam- kvæmt öllum lýðræðisreglum. Og ekki liefir þá skort lymskuna og lævísina hjá þessum „liógværu“ mönnum, því að aldrei skal það sannast, að þeir rjúfi friðinn. Fornar sagnir greina svo frá, að drekar liafi legið á mörkum úti og geymt þar gulls og annarra gersima, sem þeir vörðu grimmilega, því að líf þeirra var undir þvi komið, að þeir yrði ekki sviptir sjóðnum. Svo margt er svipað að segja um vinnubrögð „frið- arverndaranna“ innan háskólans og atferli þessarra óvætta, að líkingin fær engum dulizt. Aðeins er munurinn sá — og það er gæfumunurinn að drekarnir gættu verðmæta, sem líf þeirra var undir komið, en „hófsemdarmennirnir14 i Iiáskóla Is- lands liaía slegið skjaldhorg um andleysið, tómlætið og ábyrgðarleysið í íslenzku stúd ntalífi og verja það» með oddi og egg og allri þeirri óbilgirni og fautaskap, sem einsýni i lífsskoðunum fær framast veitt. En þrátt fyrir andóf þeirra bæði leynt og ljóst gegn öllum nýjum straumum og stefnuhvörfum á sviði menningar- og þjóðfélagsmála, sem gert gæti félagslíf stúdenta í lieild frjórra og siðmenntaðra, ef rétt væri á haldið og pólitísk tortryggni látin víkja fyrir einhuga menningarviðleitni, þá er nú samt svo komið þcim til ógnar og skelfingar, að æ fleiri stúdcntar ganga til fylgis við liinn róttæka mólstað, livort sem það er á sviði stjórnmála cða annarra. Og auðvitað verða þeir góðu menn eitthvað til hragðs að taka, svo að fjöregg þcirra verði ekki hrifs- að trá þeim, og þá er líka úti um alla friðsemd og hóg- værð af þeirra liálfu og engin miskunn hjá Magnúsi. Á síðastliðnum vetri grípa þeir til þess óyndisúr- ræðis að ganga i berhögg við þær einföldu lagareglur, sem stúdentar liafa sett sér um val sinna fulltrúa, og engin önnur skýring verður fundin á þessu athæfi en liégómleg löngun og óseðjandi græðgi eflir að liafa öll „völd“ þeirra ó meðal og setja „sinn blæ“ á stúd- entalífið. Auk ]æssa snerist liáskólaráðið heint og óbeint til fylgis við þá með þvi að neita allt að 40 stúdentum um afnot einnar af stofukytrum skólans til að afla sér objectivrar fræðslu, undir handleiðslu sérfróðs manns, í vísindagrein, sem sennilega enginn háskóli, sem kenn- arastól hefir í söguvísindum, getur virt að vettugi.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.