Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 2

Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 2
2 NÝ J A S T Ú D E N TABLAÐIÐ 1933 eftirbreytnina í verki), hefur upp ýmislegan fagnað, syng- ur sáJma, býður sjálfum sér og öðrum góðar stundir og scgist vera að lialda fæðingarliátíð frelsara síns. Svo skaj)ast ])á öðrum ]>ræði jólahaldið, er Jitið er á sál- far mannanna: Tregðan, liugsanaletin, vitandi sjálfs- hlekkíng og óafvitandi, leit el'tir undankomu frá siðræn- um og félagslegum kröfum, sem þó er játað liálft um hálft, að réttmætar séu. Á marga lund falsar kristinn maður og kristið mannfélag liina gullnu mynt persónu- legs og félagslegs siðþroska og vitþroska. En vitund ])ess verknaðar lætur þó stundum svo ó sér bæra, að liún knýr til yfirbótar og þá um leið lil nýrrar fölsunar. Og þar mætum vér trúarsiðum ýmsum. t. d. jólunum, sem eru einn þáttur hinnar civiliseruðu skurðgoðadýrkunar hins kristna siðar. Einu sinni á ári eru jólin látin veita lausn- arfrið eftir meir en 360 daga sviksemi við þroskamark þess manns, sem talið er, að hátíðin sé helguð. Þeir, sem hann gerði kröfur til, halda sjálfum sér afmælisveizlu iians, í stað hinnar hiklausu, markvissu viðleitni til ágæt- ara lífs, sem var Iiið eina, sem hann krafði þá um. Og auðvitað er liátíðarlialdið talið slik viðleitni. En livar er lífið, hið nýja lifið? En fjarri fcr því, að fullsögð sé sagan, þótt getið sé liinnar trúarlegu iiliðar jólahaldsins, er að einstaklingi veit. Ef skilja á trúarlegt fyrirbæri, verður eigi fram hjá Iiinum félagslegu rökum þess gengið. Og þangað er að leita heimilda, hverju jólahaldið mótast. Að vísu eru jólin aðeins lítið alriði þess víða viðfangsefnis, að sjá og skilja og rekja, hvernig hin félagslegu öfl móta og nota Iiin skipulagshundnu trúarbrögð i sína ])águ, Jivernig þannig er rangfært og falsað á margvíslegan liátt líf þeirra manna, sem trúarbrögðin kenna sig við, og hvernig þeim mönn- um eru gerðar upp skoðanir — á þeirra eigin ábyrgð. En slikt er eigi verkefnið bér. Aðeins skal bent á fáein atriði í sambandi við jólin. Augljóst cr hverjum, er sjá.vill, að jólahaídið mótar eigi félagslega menning, heldur mótar hún jólahaldið. I stærri atriðum sannar hin sama staðreynd sig. Framleiðslu- og viðskiptaöflin hafa, sem oftar, kunnað að nota sér þetla trúarlega lielgihald og festa ])að í sessi. Þeim öflum er eigi ofviða að skapa t. d. jólagjafasið og sérstaka tízku í jóla- skrauti. Eigi er þeim lieldur ofviða að ska])a og viðhalda og auka ýmsar „jóla“þarfir. Þyngri Grettistökum hafa þau varpað um set öflin þau. Væri eigi nógu skilnings- aukandi að athuga t. d. liér í Reykjavík, hvor setti meiri blæ á jólahaldið Kristur eða kaupmaðurinn. Ef einbver fremdi ])á athugun hleypidómalaust og án fyrirframsann- færingar, myndi opnast skilningur á ýmsum stærri at- riðum, sem erfiðara kynni að vera að hrjóta til mergjar án þessa undanfara. Skyldi eigi Kristi sjálfum, „höfundi jólanna“, eins og stundum er sagt í virðingarskyni, veilast létt að finna samband sitl við ýmis fyrirbrigði jólahaldsins, ef hann t. d. ætti leið um Reykjavik um jólín? Hann myndi víst skilja og gleðjast, er hann yrði var við jólafögmiðinn — fögnuðinn yfir fæðing hans —, sem gagntekur lærisveina hans og áhangendur svo mjög og gerir ])á svo góða um jólin. I3á ætti liann víst eigi erfitt með að skilja boðskap sinn og finna hugsanir sínar i orðum mannanna í hinum siðu, svörtu flíkum, sem gefa svo oft kærkomin og vel notuð tækifæri til tígulegs göngulags. Og ])á ætti liann eigi að þurfa langan tíma til að kannast við sjálfan sig og silt málefni i ýmsum merkilegum „jóla“hlutum, t. d. „jóla“skrögg, „jóla“vindli, „jóla“útsölu, „jóla“öli, „jóla“- flibbum, „jóla“fötum, „jóla“ljósum, „jóla“bösurum, „jóla“balli og „jóla“rakstri og hver vcil hvað mörgu, sem jólunum er „helgað“. Mjög er fjarri mér að lasta kaupmannastéttina. Ilún er sannarlega, sem aðrar stéttir, barn og brjóstmylkingur síns menningartímabils. Ég undrast eigi almætti við- ski])ta og framleiðslulifsins né bið prúðbúna en hvers- dagslega kapphlaup um skraut og fjármuni i sambandi við jólahald kristins heims. Hin félagslegu öfl, er líf vort lýtur, liafa engar ástæður til að draga sig í hlé um jólin frekar cn endranær — einmitt ])vert á móti. Þau öflin eru sérstaklega nösk á að nota i þjónustu sina trúarlegar blekkingar, íesla þær í sessi og jafnvel finna þær upp og færa til sins vegar. Og í myrkurþrunginni, fjörstola skannndegisdepurðinni kann liið félagslega vald að meta slíkt hátíðarhald bljúgum og bágstöddum til Imggunar og hugardreifings. Til margra skaula getur blásið þaðan og eigi er ráð nema i tima sé tekið. (ié)ð visa, sem hefir sín tilætluðu álirif, er að minnsta kosti aldrei of oft kveðin. En hér er kömið að kapitulanum, sem eigi verður þessu sinni skráður hér, kapitulanum um liinn örlagaþunga skrípaleik, er liin skipulagsbundnu máttar- völd þjóðfélagsins laka trúarbrögðin í sína þjónustu, láta þau svikja lifið, sem þau segjast eiga að fegra og fullkomna, en skipa þeim i þjónustu kúgunar og klafa- bundinnar liugsunar. Allt þetta undrast ég eigi lengur. En gagnvart annarri staðreynd skellist ég: Allt er þetta gert í nafni Krists og á bans ábyrgð og stutt beinlínis og óbeinlínis af þeirri stofnun, sem kennir sig við nafn hans og segisl geyma anda bans. Hvort skilur hún eigi eða vill eigi skilja? Þetta býr þá einnig í dýrkuniinii á fæðingardegi hans og fæðingu bans, sem virðist liafa lifað i fullkomnu vitundarlííi hreinskilninnar og kærleikans og i ramefldri, máttþrunginni mótstöðu gegn hlekking, rangsleitni og kúgun, í hverju formi, sem slíkt birtist. Svo er ])á um jólahaldið. Trúarlega séð er ])að m. a. civiliseruð dulbúin skurðgoðadýrkun. En á liinn bóginn er það orðið m. a. lcærkomin markaðsaukning, sem fyrir ])á sök eina slæði óhaggað um aldir, og þar á ofan ein af íjölmörgum öryggisráðstöfunum gegn hinum sociölu þensluöflum. Blekking og rangsleitni i nafni vaxtarins og lífsins! Vesalings jötubarnið, sem kristinn heimur gerir að skurðgoði, lil ])ess að losna undan kröfunum, sem full-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.