Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 3

Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 3
1933 NÝJASTÚDENTABLAÐIÐ orðni maðurinn skóp meðbræðrum sínum, og til þess að viðhalda og rétllæta félagslega kúgun og rangsleitni! Hlutskipti þess, svo sem það nú er, særir hvern lirein- skilinn drcng i hjartastað — mannfélagsins vegna og mannanna. Og enn líður að jólum. Eiríkur Magnússon. Dæn „Ó, lierra! Gef þú höndum vorum styrk, fallbyssun- um óskeikulleik, brynreiðunum jiolgæði, flugvélunum ó- sýnileik, gastegundunum útbreiðslu og alstaðarnálægð; gef þú þeim tákn þíns lieilaga kærleika. í nafni jæssa kær- leika til vor, falli óvinirnir eins og gras fvrir sigð jn’ns rétllætis. Verði konur jieirra og lönd ófrjó, fari börn þeirra á vergang og verði dætur jíeirra svívirtar! Falli kúlur þeirra og skot til jarðar eins og lömb, og drekki skot vor blóð þeirra, eins og tígrisdýr, og blindi ])á að lokum. Sál vor er liin sama og fvrir jmsund árum; luin Iiatar óvinina, en fyrirgefur þeim ekki, fyrirgef ])ú heldur ekki liinum vantrúuðu, heldur rcfsa þeim, svo þeir megi láta af, að baka oss tjón, og hindra þú oss náðarsamlegast ekki í því, að gera þá óskaðlega nú, ávallt og um alla eilífð. Amen........“. (Eftir pólska prestinn Misziki Uzervski, þýtt úr bók hans um stríðið). Kristur og kapitalisminn „Trúarbrögðin eru ápium fgrir fólkið Karl Marx. í byrjun nóvember s. 1. hóf nýtt „Kirkjublað“ „fyrir íslenzka alþýðu“ göngu sína „með bæn til Guðs“. Ýmsir af æðstuprestunum hafa nú fundið livöt hjá sér til þess að láta Ijós sitt skína og „flytja boðskap kirkj- unnar til heimilanna“. í blaðinu er sagt frá hinni „stór- merku Oxfordhreyfingu“, en hennar mark og mið er, eftir því, sem blaðið segir, „að sannfæra heiminn um mátt Krists til þess að leysa öll vandamál nútímans“. Ja, minna mátti nú gagn gcra, og hefði þó geyst verið riðið úr lilaði. Viðskiptamálaráðslefnan í London, sællar minningar, hefði ált að uppgötva þenna „mátt Krists“, svo að hún befði ekki þurft að fara svo hrapalega í hundana, og raun varð á. Dr. Frank Buchmann, „sem síðustu mánuði hefir unnið að því, að vekja ibúa Lundúnaborgar lil kristilegs bfs“, liefði átl að halda eins og einn fyrirlestur á dag yfir þeim, er þar sátu og vissu ekki silt rjúkandi ráð, út úr öngþveiti og vitfirring auðvaldsskipulagsins. En herra Buchmann licfir sjálfsagt lagt meiri rækt við að fræða atvinnulausa, liungraða og klæðlausa East-Endbúa um „krafl af hæðum“, eða eitthvað álíka lilutkent. Það versta er, að oss hefir ei tekizt, enn þann dag í dag að baka brauð úr „krafti frá hæðum“, „í'æra liann upp á disk- inn“ né vefa úr honum dúk til fata, og hungruðum manni er kærkomnari brauðhleifur en vasaútgáfa af Jóhannes- arguðspjalli, með allri virðingu fyrir Jóhannesi. Mér þykir það hreint ekki furðulegt, cftir að hafa lesið ])á trúarlegu skýringu á kreppunni, að Andskotinn eigi sök á henni, ])ótt lækna eigi l)ana nú með „krafti frá hæð- um“. I kristilegum bæklingi, sem borizt liefir mér í liend- ur, cr heimsástandinu lýst þannig: „Eins og hræðileg ófreskja, eins og ægilegur Miðgarðsormur, eins og viðbjóðslegur, ótalarmaður risakolkrabbi teygir Satan sína slepju-hálu sogarma, til þess að læsa þeim fastara og fast- ara uni víða veröld, svo að liann geti uppsvelgt þá, sem ekki hirða um að flýja undan valdi hans“. Og ennfremur: „Heil þjóðfélög virðast vera í heljarktóm Satans, sem vill upp- svelgja allt, seni hingað til hefir þótt stórt og gott, dýrmætt og kostulegt, göfugt og heilagt". Hér cr ekki um það að villast, að Satan er gefin sök á kreppunni, og virðist það í beinu áframhaldi af þeirri skoðun, að lækna megi hana með „krafti frá hæðum“. Oxford-hreyfingin nýja er ný blekkingaherferð af hendi kirkjunnar. Ivirkjan veit, að hún er meir og meir að missa tökin á fólkinu, gömlu blekkingarnar duga ekki lengur og þá þarf að finna nýjar. Trúarbrögðin eru búin að ganga sér til búðar í núverandi mynd, og þessvegna þarf að flikka upp á þau. Því ekki að raka af Guði skeggið, ef bægt er að gera bann populerari á þann hátt? Breyttar aðstæður og breyttar kröfur útheimta breytt- an Guð. Siðan kristnin, þessi stórmerka og byltingakennda alþýðuhreyfing í upphafi, komst undir vald ríkisins, hefir ríkið óspart notað hana í blekkingaskyni. Kirkj- an liefir verið eitt af þeim tækjum, sem burgeisarnir hafa notað til þess að Ijúga að almenningi, rugla liann og svæfa. Hún hefir ekki hvatt hann til starfa, lieldur hæna. „Þú skalt biðja og I)íða, þá blessun Guðs er vís“. Hún hefir sagt honum að taka með þolinmæði „þeim hörmungaélj- um, sem á lionum dyndi í þessum dal táranna", uppbótin lcæmi á himnum, þar fengi liann kjöt og þar fengi liann föt, og þar mundi Abraliam og hann skiptast kossum á. Alll miðar að þvi að sætla undirstéttina við þau óbæri- legu kjör, sem hún á við að búa, og leiða liana frá baráttu fvrir brauði, lil bænar. Um Krist er sagt, að hann iiafi mettað þúsundir; liér lijálpar kirkjan auðvaldinu til að svelta þúsundir. Kristur hefði sagl við menn eins og Knud Zimsen, Jón biskup o. s. frv., o. s. frv.: Far þú og sel eigur þínar og gef fá- tækum. ()g burgeisarnir mundu rísa á fætur allir sem einn og hrópa: Vér niótmælum allir. Síðan mundu þeir senda afsláttarfrakka til mötuneytisins, til þess að friða samvizkuna. Sumir stjórnmálaflokkar hér, l. d. Sjálfstæðisflokkur-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.