Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 8

Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 8
8 NÝJA STÚD.ENTABLAÐIÐ 1983 fenginn til ])ess að skemmta á fundinum. •— Róttæku stúdentarnir l)era jafnan hærri hlut í umræöunum, enda finnst ])að á öllu, aö þeir liafa kynnt sér málin betur en hinir. Ennfremur liafa verklýðssinnar komið upp leshringum og kvöldskólum fvrir stúdenta. Sumir iiafa einnig útgáfu- starfsemi á hendi. Allt miðar starf þetta að sama marki: Að vek ja stúdenta til umhugsunar um þjóðmál og kynna þeim sögu, i)aráttu og stefnur verklýðslireyfingarinnar. Róttæku stúdentafélögin, sem standa að i)aki þessari starfsemi allri, eru fyrst og fremst tvö: Félag kommúnist- iskra stúdenta og „Mot Dag“, sem er félagsskapur óháðra, sósíalistiskra menntamanna. Meðlimir þessara félaga standa auðvitað á öndverðum meiði innan verkalýðs- hrevfingarinnar sjálfrar, en mynda samfylkingu móti afturlialdinu meðal stúdenta. Róttækir stúdentar beita sér ósleitilega l'yrir daglegum hagsmunamálum stúdentanna. Þeir Iiafa komið upp alls- lierjarskrifstofu, sem útvegar stúdentum húsnæði, atvinnu o. s. frv., fjölritunarstofu, fornbókasölu og mörgu fleiru. íhaldsstúdentarnir hreyfðu aldrei hönd né fót til varnar hagsmunum stúdenta nieðan þeir sátu að völdum. Ég get hugsað mér, að stúdentar annara háskóla hefðu eitthvað h’ka sögu að segja. Ég liefi aðeins drej)ið á nokkur stærstu atriðin í starf- semi róttækra stúdenta í Osló. Margt fleira þyrfti að nefna, ef gefa ætti nokkra heildarmynd af starfinu, en hér skal staðar numið. Gremja horgaranna vfir stúdentalífinu hefir farið sí- vaxandi. Hún leiddi til þess, að afturhaklið fylkti sér saman og Iióf andóf i stúdentafélaginu siðastliðið liaust (1932). Markmið afturhaldsklíkunnar, en i henni eru aðal- lega fasistar og hægrimenn, er það eitt, að stevpa verk- lýðssinnum af stóli. Öll horgarahlöðin styðja þessar ihalds- hetjur eftir mætti, með því að birta áskoranir þeirra í dálkum sínum ásamt rógi og ósannindum um róttæka stúdenta. Þrátt fyrir það að klíka þessi, sem kallar sig „þjóðlega stúdenta“, hefir smalað vel og dyggilega, og enda þótt allir ílialdsflokkar, að vinstriflokknum með- töldum, veiti lienni stuðning sinn, hefir hún alltaf heðið ósigur hingað til fyrir samfylkingu róttækra stúdenta. Það hefir viss áhrif, að „þjóðlegu stúdentarnir“ fara alltaf halloka í umræðunum og verða jafnvel til athlægis, ])egar upp í ræðustólinn er komið. Þetta atgervisleysi reyna þeir að hæta upp með ópum og óhljóðum á fundum og öðrum skrílslátum, en allt kemur fyrir ekki. Þrátt fyrir þetta er ekki óhugsandi, að afturhaldsklík- unni takist einhverri tíma að smala svo vel, að henni heppnist áform sitt. En völd hennar i stúdentalifinu hljóta að verða skammvinn. Róttæku stúdentarnir munu ekki gefast upp, heldur herða haráttuna og sigra afturlialdið að nýju. ()g þá fá borgararnir nýtl tækifæri til þess að gráta fögrum tárum vfir vesaldómi íhaldsins og spillingu æskulýðsins! Ásgeir Hjartarson. (Höf. gr. þessarar, Á. H., stundar sagnfræðinám við háskólann í Osló). Er Hitler Kristur? „Fram, þýzki maður, fram kristið fólk! Sannur Guð er með okkur. VI ir oss er lians sterka hönd. Og Hans Smurði er okkar haráttufélagi. Guð á himnum hefir sent oss sinn hjálpara, Foringjann“. (Hcssisclie Landeszeitung). Nýjársfagnaður! Félag róttækra háskólastúdenta heldur dansleik i ödd- fellowhöllinni á gamlaárskvöld. Öllum stúdentum lieimill aðgangur, meðan húsrúm leyfir. Alexander og Einstein Um líkt leyti og Einstein var hrakinn úr þýzka akademíinn og útlægur gerður úr Þýzkalandi, var Aiexander .Tóhannesson gerður meðlimur þess. Þetla verður taépast nægilega rómatS, svo mikill heiður, sem það er fyrir ])jóð vora, að vis- indamenn hennar skjóti svo þekktum manni sem Einstein er ref fýrir rass.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.