Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 4

Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 4
4 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 1933 inn hafa viljað eigna sér Ivrist, öðrum flokkum fremur, og nota sem kosningabeitu. I kosningum hefir verið lögð álierzla á J)að, að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins væru kristilcgir og trúaðir menn, en andstæðingarnir trú- litlir eða trúlausir. Alþýðuflokkurinn lá lengi undir ámæli fyrir trúleysi, en ekki verður annað sagt, en flokkurinn liafi hreinsað sig af þeim áburði. I sumar, 17. ágúst, kom t. d. grein i AlJ)ýðublaðinu, þar sem leitast var við að færa rök að því, að jafnaðarstefnan og kristindómurinn vildu ])að sama. 30. ágúst komu og i blaðinu minningarljóð, er enduðu svo: „Þú ert oss athvarf, upprisan og lífið, ógnir því dauðans hverfa og sorgarkifið“. Þetta hefði eins getað staðið i Sálmabókinni eða Ljós- beranum. Það er sýnt af þessu, að ástæðulaust er að bregða Al- þýðuflokknum um trúleysi. Ilinsvegar var Karl Marx guð- leysingi, en hann var líka sósialisti en ekki alþýðuflokks- maður. Það, sem islenzk alþýða þarf að eignast trú á, cr hvorki „kraftur frá hæðum“ né „upprisan og lifið“ eftir dauðann, heldur trúin á sinn eigin samtakamátt. Og það, sem leyst getur vandamál nútímans er hvorki Oxfordhreyfingin né aðrar trúarbábiljur, heldur kollvörpun auðvaldsskipulags- ins. Þær þrengingar, scm nú ganga jTfir auðvaldsbeiminn, eiga ekki rót sína í vélaverkum Djöfulsins, heldur mót- setningum auðvaldsskipulagsins, J)ær eru dauðateygjur þess um leið og þær eru fæðingaliriðir hins nýja skipu- lags, ski])ulags kommúnismans. Sölvi H. Blöndal. Ðlaðamennska nazista „Kanzlarinn lagöi sérstaka úherzlu á l>aö, að mennirn- ir, sem nú stjórnuðii Þýzkalandi, væru heiðursmenn". (Þýzk frásögn um útvarpsræðu ffitlcrs, eftir úrsögn Þýzkalands úr ÞjóSabandalaginu). Einn þessara heiðursmanna, Julius Streicher, gefur út blað í Núrnberg, er „Stúrmer“ beitir. Streicher er hátt- settur emhættismaður og má hlað lians ])ví teljast opin- bert málgagn nazista. Til þess að kynna mönnum hug- myndir nazista um drengskap og beiður, skiilu birtar bér nokkrar klausur úr blaði þessu. Á 1. síðu 30. tölubl. „Stúrmer", júli 1933, stendur þessi fyrirsögn með feitu letri: „Dauði gyðingurinn“, og undir- fyrirsögn: „Fritz Rosenfelder er svo skynsamur að hengja sig“. Fritz Rosenfelder var í mörg ár formaður fimleikafé- lags í Cannstadt. Þegar „þjóðin vaknaði" var hann rek- inn frá og tók sér það svo nærri, að hann framdi sjálfs- morð, eða eins'og „Stúrmer“ segir, „hvarf til liallar Abra- hams“. Síðan segir blaðið: „Hvernig hann dó, vitum við ekki; hann hefir sennilega hengt sig. í sínum frábæra gyðinglega harnaskap, lét hann eftir sig kveðjubréf, til ])ess að vekja athygli. ÞaS er svona: „Kæru vinir! Þetta er mín hinzta kveðja. Þýzkur gyðingur gat ekki fengið það af sér að lifa, vitandi það, að hann var talinn föðurlands- svikari, af þeirri hreyfingu, sem hið þjóðlega Þýzkaland væntir lausnar af. Ég fer héðan án haturs og gremju. Innileg ósk gagn- tekur mig: Bara að skynsemin haldi innreið sína aftur. Þar sem mér, þangað til, er ekkert starf mögulegt, sem ég gæti fellt mig við, reyni ég með sjálfviljugum dauða minum að ýta við min- um kristilegu vinum. Þið getið af þessu verki minu séð, hvern- ig komið er fyrir þýzkum gyðingum. Hve miklu fremur hefði ég kosið að deyja fyrir föðurlandið. Syrgið ekki, heldur reynið að fræða, og hjálpa sannleikanum til sigurs. Þannig vottið þið mér mestan heiður. Ykkar Fritz“.“ Og um ])etta plagg, sem komið gæti út tárunum á mannætu, segir „Stúrmer": „Ef gyðingurinn Fritz Rosenfelder hefir haldið, að hann með þessu gæti breytt hug Þjóðverja til hins gyðinglega kynstofns, þá hefir hann dáið 1 i 1 einkis. En við gleðjumst yfir honum, og við hefðum ekkert á móti því, að lcynsystkini hans færu eins að. Þá hefði í raun og veru „skynsemin haldið innreið sina aftur“ í Þýzkalandi. Og gyðingamálið væri leyst á einfaldan og frið- saman hátt. Við værum þá reiðubúnir til að veita hinum látnu síðustu fylgd og skjóta þrem dynjandi skotum upp i loftið, Jahve til dýrðar“. Á 2. síðu stendur þessi klausa: „Nú er svo komið, að gyðingabörn saurga ekki framar neitt ])ýzkt barnaheimili, en ef svo færi að gyðingur villtist inn á slíkt heimili, þá kastið honum tafarlaust út. Einhver bóndi hefir ef- laust rúm í svínastíu, þar getur gyðingurinn sofið. Þá er hann meðal jafningja“. Á sömu síðu er sagt frá þvi, að nokkrir ungir strákar hafi tekið eggin úr storkshreiðri og sett gæsaregg í stað- inn. Þegar ungarnir komu úr eggjunum, flaug karlstork- urinn í burtu og sótti fimmtán aðra storka og drápu þeir kvenstorkinn og gæsarungana. Af þessu dregur Stúmer lærdóma sína: „Það kynflokkseðli, sem býr í hverju dýri, hvatti storkana til að drepa þá, sem saurgað höfðu hreiðrið. Ef eðli þessara dýra hyggi í þýzkum konum, stúlkum og foreldrum, kæmi það ekki fyrir að gyðingar saurguðu hreiður þeirra. Það er tími til kom- inn, að þýzka þjóðin setji sér lög, sem taka eins hart á kynspill- um, og storkarnir á kvenstorkinum og afkvæmum hans“. Til þess, að þýzka þjóðin taki storkana sem fyrst sér til fyrirmyndar, koma nú níu dálkar af binum viðbjóðsleg- ustu einkamálauppljóstrunum. Á 4. síðu stendur t. d.: „Berta Miele, Altstrasze, Göppingen, 19 ára gömul, hefir mök við gyðinginn Riese. Þar eð einn gyðingur nægir henni ekki, á hún einnig vingott við gyðinginn Guggenheim. Hún sést oft á nóttunni standa með öðrum hvorum gyðingnum í dimmum húsá- skotum. Hún getur sjálf gert sér i hugarlund, hvernig fara muni fyrir þeim, ef þau verða oftar staðin að þessu“. Eða þetta: „í Adlerstrasze 31, Núrnberg, hefir gyðingurinn Ernst Arn- stein, eigandi firmans Wellhöfer & Co„ Zirndorf, ríkmannlega ibúð. Hann sést oft við hlið þýzkra stúlkna. Ein þeirra kvenna, sem gleymt hafa kynstofni sínum, og enn þykir heiður að ])vi, að eiga vingott við gyðinga, er Inge Manger, Regenburgerstrasze 144, Núrnberg. Hún er svo ósvífin að láta sjá sig með gyðing- um á opinberum veitingastöðum“. Þetta ætti að nægja i bráðina. Það gefur dálitla bug- mynd uni blaðamennskuna i „þriðja rikinu“.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.