Hlín - 01.01.1923, Side 15

Hlín - 01.01.1923, Side 15
Hlin 13 a. Formaður boðar til funda og stýrir þeim. Hann er og málsvari fjelagsins út á við. b. Gjaldkeri innlieimtir tekjur Sambandsins og borgar út gjöld eftir fundaályktunum og skírteinum frá for- manni, hann ávaxtar sjóðinn. c. Ritari hefir á hendi allar skriftir Sambandsins og heldur bók yfir gerðir þess. Stjórnin er kosin til þriggja ára. Á hverjum ársfundi er skift um eina konu í stjórn eftir röð. Kjósa skal frek- ar þær konur, er heima eiga nálægt símastöðvum. Rær þrjár konur, sem stjórnina skipa, má ekki kjósa sem fulltrúa. 6. gr. — Reim fjelögum sem gengið hafa í S. N. K. er heimilt að kjósa tvo fulltrúa sem sæti eiga á ársfundum. 7. gr. — Sambandið heldur einn fund árlega. Ársfund- ur ákveður hvar næsti fundur skuli haldinn. Til fundar- ins skal boða með auglýsingum misseri áður en hann er haldinn. Allar konur á sambandssvæðinu hafa leyfi til að sitja ársfundinn og liafa þær málfrelsi og tillögurjett, en atkvæðisrjett hafa aðeins kosnir fulltrúar og stjórn S. N. K. Á ársfundi er lögð fram skýrsla um starfsemi S. N. K. á árinu, ennfremur ársreikningar ásamt fylgiskjölum. Peir eru endurskoðaðir á fundinum. Á ársfundi gefa fulltrúar skýrslur um starfsemi fjelaga sinna eða fjelagasambanda. Fjelagsdeildirnar sendi fundinum skýrslu, ef enginn full- trúi mætir. Meiri hluti ræður úrslitum mála, nema ef um lagabreytingar er að ræða. 8. gr. — Hvert fjelag er gengur í S. N. K. greiðir í sambandssjóð 20 aura fyrir hvern fjelaga sinn. Ef fjelag eða fjelagasamband æskir inngöngu i S. N. K., verður að tilkynna það stjórninni fjórum mánuðum fyrir ársfund. S. N. K. styrkir stjórn sína til að sækja ársfundina. 9. gr. — Breytingartillögur við lögin skulu komnar til stjórnarinnar fjórum mánuðum fyrir ársfund. Stjórnin til-

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.