Hlín - 01.01.1923, Side 47

Hlín - 01.01.1923, Side 47
45 HUn Hvað er nú gert fyrir allan þennan sæg af ungum stúlkum, sem þurfa og eiga heimtingu á að fá einhverja verklega fræðslu, til þess síðar að geta tekið að sjer hin margbrotnu og vandasömu störf á þjóðarbúinu? — Það er sáralítið. — Og ófyrirgefanlegt er það, hve leiðandi menn og konur í sveitunum hafa látið þetta afskiftalaust, litið á þetta útstreymi sem annað óhjákvæmilegt böl, sem mað- ur yrði að taka með þögn og þolinmæði, eða menn hafa harðlega ámælt hinum ungu, sem leituðu út. Úrræðaleysi annarsvegar, ávítur og lítilsvirðing hins- vegar. Pað er ekki vænlegt til sigurs. Pað væri synd að segja að mikið væri gert til Joess að koma í veg fyrir þetta öfugstreymi. Sjálfsagt mætti þó kippa þessu nokkuð í lag, ef unnið væri að því með skilningi og góðum vilja. — Mörg sveitin er svo stödd, að þar er enga verklega fræðslu að fá í nokkurri mynd, ekki einusinni fyrir nýfermda unglinga.1' Pað má því heita, að fólkið sje neytt til að fara burt, ef það vill læra eitthvað, því nú þykjast menn ekki geta notið mentunar nema hún sje í skóla veitt eða í skólasniði, heimilisfræðslan er ekki í móð hjá unga fólkinu. Það er aldarháttur, og tjáir ekki um það að fást. — Pví er það að verkleg frœðsla i hvcrs- konar hcimilisstarfscmi, matreiðslu, handavinnu o. fl. þarf að verða fáanleg i hverri einustu sveit þessa lands, undir- stöðufræðsla, sem má byggja á síðar. Fyrst umferðarskóla- eldhús og handavinna í öllum barnaskólum og fræðslu- hjeruðum, svo unglingafræðsla f þessum efnum, bæði * Til sanianburðar má geta þess, að lijá nágrannaþjóðum okkar er það beinlinis sparnaðarráðsíöfun að senda fjölda vel mentra kvenna víðsvegar um landið til þess að leiðbeina konum og stúlk- utn um hagkvæmari beimilisstarfsemi o. fl. þ. h. (Finnland hefir t. d. um 300 umferðarkennara í þessum fræðum). Á sama tíma leggjum við íslendingar niður umferðarfrœðslu þá, er Búnaðarfjel. ísl. hjelt uppi um nokkur ár, og sem íslenskum húsmæðrum og ungum stúlkum þótti vænt um í einangrun sinni. Leggjum hana niður, þegjandi og hljóðalaust. — Er það ekki átakanlegt!

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.