Hlín - 01.01.1923, Page 27

Hlín - 01.01.1923, Page 27
HUn 25 reistar á grundvelli rjettlætis og mannkærleika, og að brotið hefir verið á móti hinu alviturlega boðorði: »1 sveita þíns andlitis skaltu þíns brauðs neyta?« Megin þorrinn hefir að vísu sveist fram yfir það, er ætla mætti að þurft hefði, til þess að vinna fyrir skornum skamti og þröngum lífskjörum. Fáir menn tiltölulega hafa aftur á móti sveist við þá iðju að eyða í munaði og óhófi auðæfum veraldarinnar. Fullyrða má, að hvorugt sje í samræmi við tilgang boðorðsgjafarans. Stóriðnaðinum hefir fylgt upplausn heimilanna. Miilj- ónir karla og kvenna ala mestan aldur sinn i verksmiðj- um við einhæfa vinnu, í óhollu lofti og misjöfnum fje- lagsskap. Hugurinn kreppist og myrkvast. Höndin verður óþjál til breytilegra vinnubragða og heimilisböndin rakna upp og slitna. Á heimilunum er ekki lifað og starfað, þar er aðeins hvílst eða þjáðst. Úr lífi þessa verksmiðju- iyðs er numin sú nautn, sem því fylgir að sjá handbragð fjölskyldunnar og heimilisfólksins á gróandi reit heimilis- ins, þar sem hvert dagsverk er lagt við annað, þar sem hugur fylgir hug ög hönd styður hönd, við að byggja upp híbýlaprýði, heimilisauð og heimilisánægju. Við íslendingar höfum haft lítið af stóriðjunni að segja alt að þessu. En þó hefir hjer á landi verið fniklu meira unnið að iðnaði en nú gerist. Á hverju heimili í sveitum landsins hafa margar hendur verið sístarfandi að íram leiðslu tóvöru öld eftir öld. Með ófullkomnum verkfær um hefir þjóðin unnið ull í vaðmál i svo stórum stil, að sú vara var, um langt skeið, gjaldmiðill þjóðarinnar og verðmælir. Við getum hugsað okkur fólksmargt heimili, þar sem kambar og rokkar ganga fram í vökulok. Hönd in vinnur og ávöxtur iðjunnar vex meðan hugatjn dreym ír inn í æfintýraheima sagnanna við rímnakveðskap eða sögulestur. Og við getum skilið, að sú iðjusemi og þeir heimilishættir hafa skapað fastlyndi, heimilistrygð og átt hagafestu. Aldrei verður til fulls inetið menningargildi

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.