Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 31
Hlin
29
Birtast hjer skýrslur um starf'þeirra:
Skýrsla Dóróþeu Gisladóttnr jrd Kjarnlioltum i BiskupsJ.,
Jeg starfaði að garðyrkju og gaf leiðbeiningar um þau
efni í Gullbringu- og Kjósarsýslu frá því í byrjun maí-
mánaðar og til septembermánaðarloka að frádregnu
sumarleyfi og námsskeiði því; er jeg sótti um viku tíma
og haldið var í Reykjavík til leiðbeininga um meðferð og
matreiðslu grænmetis. — Jeg starfaði í 7 hreppiim og
ferðaðist á þessum tíma 4 sinnum um starfssvæðið. Byrj-
aði jeg á að leiðbeina um og vinna að vermireitagerð,
undirbúningi og sáningu ýmiskonar matjurta og blóm-
jurta. Jeg gróðursetti trjáplöntur á allmörgum stöðum,
bæöi reynivið og birki, og á nokkrum stöðum vann jeg að
gerð skrúðgarða. í hverjuin hreppi starfaði jeg á tveimur
eða fleiri stöðum eftir staðháttum, og komu þangað þeir,
sem leiðbeininga óskuðu, og fengu þeir, auk verklegra æf-
inga, munnlega fræðslu, eftir því sem tími vanst til og
óskað var eftir. — Þar næst var unnið að plöntun og
grisjun. ■— Seinna voru skornar upp hinar fljótvaxnari
tegundir matjurta og sagt fyrir um notkun þeirra. Að síð-
ustu hafði jeg stutt námsskeið, munnleg og verkleg í
matreiðslu og geymslu garðávaxta og gerði ráðstafanir
um undirbning fyrir næsta vor.
Yfirleitt mátti segja, að uppskera þeirra matjurta, sem
reyndar voru, yrði góð, þar sem rok ekki yrðu til skemda.
Sem dæmi þess má nefna hvítkálshöfuð, sem sáð var til
inni 10. apríl, tekið upp 18. sept. Vog það 4,25 kg. —
Blómkálshöfuð, sem sáð var til i vermireit 2. maí, tekiö
upp 21. ágúst vóg 1,7 kg. — Af þessu má sjá, að græn-
metisræktun mundi víða getað borið góðan árangur.
Skýrsla Svanhildar Jóhannsdóttur frá Hnifsdal.
Jeg lagði af stað 3. maí til Reykjavíkur og 9. maí til
Borgarness í því skyni, að starfa að grænmetis- og blóma-