Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 58
56
Hlín
vefnaðurinn frelsaðist frá glötun, gamla fólkið, sem
kunni þessar listir, var að falla í valinn, og enginn stal’-
ur var til, er gæfi skýringar á aðferðunum. — íslensk
nöfn á vefnaðargerðum og áhöldum er að bjagast vegna
útlendra áhrifa. — Sannarlega er þörf á íslenskri vefn-
aðarbók. Um vefnaðinn, sem hefur verið tíðkaður í
1000 ár á íslandi, er lítið sem ekkert til á prenti. Þó
íslenski vefnaðurinn sje fábrotinn, er hann stílhreinn
og fagur, engu að síður, eins og allur heimilisiðnaður
hjer á landi, og það er skylda okkar að nota hann að
svo miklu leyti sem við getum, og taka hann fram yfir
útlendar vefnaðargerðir.
Sá tími er liðinn, þgar hver lærði af öðrum á heimil-
unum, nú læra allir í skólum og því þurfa skólarnir
einmitt að fá íslenska vefnaðarbók. — Himilisiðnar-
fjelag íslands hefur samþykt að undirbúa nú þegar út-
gáfu þessarar bókar. Því eru allir góðir vefarar um
land alt, karlar sem konur, beðnir að senda okkur,
form. Heimilisiðnaðarfjelags íslands eða ritstjóra Hlín-
ar, alt það um vefnað og vefnaðaráhöld, sem þeir álíta
að geti orðið okkur að liði: Hvernig þeir leggja upp,
um ídrátt í höföld, um skeiðar, um höföld, um stig á
hinum ýmsu gerðum o. s. frv. Nokkrir ágætir vefarar
haf þegar lofað aðstoð sinni.
Umferðarlcensla í htuðslcytt.uvefnadi, meðferd spuna-
vjela, skinnaverkun o f.l.
S. í. H. þarf því næst sem allra fyrst að taka mann
í sína þjónustu, er geti farið um sveitir landsins og
kauptún að vetrinum, og kent hraðskyttuvefnað, leið-
beint um og hvatt menn til að gera sjer sjálfir ýms
lientug vefnaðaráhöld. —1 Sami maðurinn þyrfti að geta
kent meðferð spunavjela og lagfært þær, ef ólag er á.
Þetta er mikið nauðsynjaverk, því raddir heyrast um