Hlín - 01.01.1928, Page 82
80
Hlín
ekkert ljós sást í gluggum fram á hlaðið og hurðir all-
ar aftur, en hundar komu hlaupandi eitthvað innan úr
göngum og geltu ákaft, þegar þeir heyrðu barið. Við
biðum nokkrar mínútur, en enginn komi fram til okk-
ar. -— »Þetta dugar ekki«, sagði fylgdarmaðurinn um
leið og hann barði aftur. En það fór á sömu leið, að
enginn kom að heldur, og í þriðja sinn barði hann svo
hrottalega, að mjer fanst brothljóð í hverju bandi. —
Þá heyrðist skóhljóð, bærinn opnaðist og ung stúlka
með ljós í hendi kom út til okkar, og spurði, hvort við
hefðum verið búin að berja lengi. Við sögðum sem var.
»Það er leiðinlegt«, sagði hún, »en það heyrist ekki þó
barið sje, vefstóllinn hefur svo hátt«. — Þett’a var orð
og að sönnu, þegar við komum inn í baðstofuna, heyrð-
ist ekki mannsmál, úr hverju horni kom vinnuhljóð,
það var kembt, spólað, spunnið og ofið. Þessi hljóð
runnu öll saman í eina heild, einn þægilegan samhljóm.
Baðstofan var 3 stafgólf milli húsa, rúm til beggja
hliða og sátu tveir á sumum þeirra, og svo voru koffort
og kistlar líka notuð fyrir sæti. — Upp yfir einu rúm-
inu var annað rúm hátt uppi. Uppi í því sat gamall
maður og táði stóran ullarflóka. Jeg hafði ekki fyr sjeð
það fyrirkomulag í baðstofum, og fanst mjer það ó-
þægilegt fyrir gamla manninn. — Miðaldra maður sat
snöggklæddur á vefstólnum og óf af svo miklu kappi
og fjöri, að mjer sýndust skytturnar tvær og þrjár á
lofti í hvert skifti, er hún flaug í gegnum skilið. f vef-
stólnum var ljómandi fallegur rúðróttur dúkur alla-
vega litur, og varð mjer starsýnt á hann. — Stúlkan,
sem fylgdi mjer inn, hvíslaði að mjer, að þetta væri
presturinn og jeg skyldi heilsa honum, og var það þörf
áminning, mig hefði annars dagað þarna uppi.
í suðurenda baðstofunnar var afþiljað hús, nokkuð
stórt, í því voru rúm, stórt borð með stólum í kring,
þangað var mjer vísað inn. — í þessu húsi sváfu náms-