Hlín - 01.01.1928, Page 102
ioo
í-ntrl
kvenfjelögin hefðu líknarstarfsemina eina á stefnuskrá
fyrst framan af, suin hafa hana eina þann dag í dag. —
Stórvirki eru unnin á þessu sviði kvenfjelaganna íslensku.
Þar eru dæmin deginum ljósari: Heilsuhæli Norðurlands
og Landsspítalinn. Konurnar hafa með kappi og forsjá
unnið þessum stofnunum stórmikið gagn. Kvenfjelögiu
hafa líka með stórum fjárframlögum bætt sjúkrahúsin og
komið upp sjóðum þeim til eflingar, tekið þátt í stofnun
sjúkraskýla, hrint í frainkvæmd ýmsum heilbrigðisráðstöf-
unum, haft afskifti af mentun hjúknmarkvenna, kostað
þær jafnvel til náms og starfa o. s. frv.
Konurnar hafa með samtökuin hlynt að kirkjunum á
ýmsan hátt, jafnvel reist kirkjur, tekið þátt í byggingu
samkomuhúsa og skóla, þær hafa haldið uppi skólum,
fjölmörgum námsskeiðum o. s. frv.
Allar eiga stofnanir þessar skilið, að konurnar veiti þeim
samtaka hjálp sína og aðstoð og allar þurfa þær hennar
með. En ein er sú stofnun, sem inest er um vert allra.
Stofnun sem konan hefur átt mestan þáttinn í að skapa. —
Sú stofnun er heimilið. — »Heimilið er máttarstólpi þjóð-
fjelagsinsc, Heimilið er kastali minn«. »Sjeu heimilin góð,
er þjóðfjelaginu borgið«. Margt hefur verið vel og vitur-
lega sagt um heimilið, bæði fyr og síðar, en ekkert ofmæit,
aldrei of mikið gert úr áhrifum þess.
Einstaklingurinn berst þar sinni baráttu, ár út og ár inn,
vinnur þar marga sigra, en bíður þar líka marga ósigra.
Heimilið er í eðli sinu íhaldssöm stofnun, styðst við
fastar venjur, sem ekki má að ósekju brjóta. — Einstak-
lingurinn megnar ekki að brjóta í bág við, og því síður
ráða, stefnu aldarandans. Af þvi stafa hinir tíðu ósigrar
heimilanna á síðari árum, sem öllum hugsandi mönnum
verður svo tíðrætt um og er áhyggjuefni riiargra mætra
manna.
Áhrif heimilanna virðast fara þverrandi ár frá ári. »Það
er ekki til neins að tala um það«, sagði kona, svo jeg