Hlín - 01.01.1928, Side 104
102
Hlin
á að vera hljóð og híusta, og aliir eru rneð eilthvert verk
í höndum.
Strengið þess heit, konur, að taka upp að nýju húslestra
á heimilum ykkar, þar sem þeir hafa niður fallið, það verð-
ur heimilum ykkar áreiðanlega til blessunar. — »Hlín«
getur um það (11. árg. bls. 12), að kvenfjelag i Saurbæ
í Dalasýslu hafi tekið þann sið upp og hepnast vel. »Engu
máli, sem fjelagskonur hreyfðu, var jafnvel tekið«, segir
þar.
Látið það verða ykkur metnaðarmál, konur góðar,
að öll börn í sveitinni eða kauptúninu veröi læs,
þegar að.því kemur, að þau eiga að ganga í skóla, svo að
þau hafi skyldukenslunnar full not. Heimilunum er trúað
til að veita góða undirbúningsfræðslu. fslenskri alþýðu var
trúað til að eiga þann metnað, sín vegna og barna sinna,
að vanrækja þetta ekki. En vonirnar hafa brugðist. Al-
þýðufræðslu okkar er að hnigna af þessum sökum. Þenn-
an blett þarf að má af, engum er freinur treystandi til þess
en konunurn, ef þær eru samtaka.
Merkur danskum fræðsluinálastjóri, komst nýlega svo
að orði í viðtali við biskup vorn, dr. Jón Helgason: »Þið
eruð lánsamir, íslendingar, heimilin ykkar hafa ekki varp-
að frá sjer ábyrgöinni í uppeldis- og fræðslumálum. Það
er hið mesta mein þjóðfjelagsins, þegar svo er koinið«.
Ábyrgðartilfinning og heilbrigður metnaður vaknar á
heimilum, ef kvenfjelögin taka þetta mál til rækilegrar
umræðu og athugunar og hefjast handa um framkvæmdir.
Það þarf að benda á, að það er ekki nóg að hugsa um
lesturinn einan, þó um hann sje mest vert. Það þarf að
Ieggja grundvöll að fræðslunni í skólanuin, og hann
traustan, tala við börnin og vekja þau til umhugsunar.
Fjölmargir kennarar hafa þá sögu að segja, að börnin
vanti tilfinnanlega nauðsynlega undirstöðufræðslu, er þau
koma í skólana 10 ára gömul.
Ef samvinna er góð og samúð ríkir meðal fjelagskvenna,