Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 118
116
Hlín
nokkuð einmanalegt á veturna, var því meira líf og
fjör á sumrin, einkum í kauptíðinni, þegar bændur úr
fjarlægum sveitum fóru í kaupstaðinn. — Þeim megin
fjarðarins var enginn vegur, nema fyrir neðan túnið
á Grímsbakka.
Grímur átti einungis eitt barn, Ijóshærða, bláeyga
stúlku, var hún 8 ára, þegar saga þessi gerðist. Hún *
var yndi og eftirlæti föður ■ síns og ömtmu, því móðir
hennar hafði dáið, þegar Helga, svo hjet litla stúlkan,
l’æddist. — Faðir hennar var vanur að kalla hana
»Grímsbakkasól«, þegar hann kysti hana kvöld og 1
morgna, og vinnufólkið ljet ekki sitt eftir liggja að
láta það nafn festast við hana, enda var hún ástúðleg
við alla. — ömmu hennar fanst alt fegurra og unaðs-
legra, þegar Helga litla var hjá henni, og Helga litla
undi sér þar vel, einkum í rökkrunum á kvöldin, því
þá fjekk hún æfinlega að heyra einhverja fallega sögu
um álfana og huldufólkið.
Á sumrin skemti Helga litla sjer við að horfa á
ferðamannahópana, sem fóru um veginn fyrir neðan
bæinn. Hún var aðgætin, og tók því eftir því, að nokkr-
ir köstuðu þremur steinum í grjóthrúgu, sem var þar,
og var kölluð dys. — Eitt kvöld, rjett eftir fráfærur,
hafði Helga farið með ömmu sinni á stekkinn, til þess
að velja sjer fráfærnalamb. Hún hoppaði glöð og á-
nægð á undan ömmu sinni, sem gat með naumindum
staulast á eftir, því hún var sjóndöpur og vegurinn ó-
sljettur, og ekki hafði hún viljað skilja eftir prjónana,
þegar hún fór á stekkinn. — Veðrið var yndislegt,
fuglarnir sungu svo fagurt og Helga söng líka, og áð-
ur en varði, voru þær komlnar svo langt frá bænum,
að gamla konan gat grilt dysina. Ilún vildi þá snúa
við, en Helga litla hafði þá komið auga á stóra kaup-
staðarlest, 26 hesta í einni trossu, og vildi ekki fara
lieim, fyr en hún væri komiu fram hjá. — »Það er