Hlín - 01.01.1928, Side 127
Hlín
125
fara út fyrir sinn verkahring og skifta sjer af því, sem
aðrir höfðu með höndum. Þetta var ekki æfinlega vel
þegið, og þótti sumum hún .óþarflega afskiftasöm, en
henni var þetta svo eiginlegt, að það leit helst út fyrir,
að hún vissi ekki annað en þetta yæri sjálfsagt, kom
það líklega af því hvað hún var slitviljug. Hún var líka
mjög fórnfús og gat lagt á sig ótrúlega mikið, ekki ein-
ungis fyrir sína nánustu, heldur líka fyrir gest og
gangandi, þar sem hún gat ekki búist við endurgjaldi,
já, stundum tómu vanþakklæti, en það gerði engan
nuin. Það leit oft út fyrir, að hún ynni af innri þrá til
að hjálpa, þrífa og hreinsa kringum þá, sem ekki voru
færir um það. Hún vildi helst sjálf vera með í öllu
verki, þar sem hún mögulega gat og stjórna því.
Oft hefi jeg hugsað um þessa stúlku og söguna, sem
jeg heyrði, þegar jeg var barn. Hjónin, sem hún hafði •
verið hjá, voru mestu myndarhjón. Konan hafði verið
gift áður og átti mörg börn og stjúpbörn á ýmsum
aldri. Hafði seinni maður hennar komið langt að, úr
öðrum landsfjórðungi, og verið kaupamaður hjá henni,
áður en þau giftust. Konan, sem var afbragðsdugleg
búkona, hafði búið sem ekkja og sýnt ákaflega mikla
stjórnsemi og dugnað, og er eðlilegt, að hún hafi því
hugsað meira um að afla og framleiða, en að fága og
prýða heimilið, enda var það í þá daga oftast látið
sitja á hakanum. Jeg heyrði fólkið tala um, að stúlk-
an hefði strax áunnið sjer hylli húsbændanna með því,
hvað hún hefði verið ósjerhlífin í að þrifa heimilið,
boðin og búin að ljetta verkum af húsmóðurinni og
kæmi sjer vel við unglingana, sem hún beinlínis hvetti
til vinnu. Um haustið fóru hjónin í kynnisför í aðra
sveit, en komu á heimleiðinni að áliðnum degi til kunn-
ingjafólks, sem bað þau að vera hjá sjer um nóttina.
Var sagt að bóndinn hafi svarað: »Jeg ætlaði mjer nú
heim í kvöld, jeg var búinn að lofa því«. — Leið nú