Hlín - 01.01.1928, Side 137
I
min
135
mundi ekki vilja senda okkur einn af sínum útvöldu,
lcarl eða konu, til að konia okkur af stað.* S. /.
Af Austurlandi er skiifað: — Jeg er hjer í kaupa-
vinnu hjá N. N., hann hefur gott bú og bestu húsa-
kynni hjer í sveit. Og þó heimilið sje barnmargt, er
það fyrirmynd að reglusemi, 9 börn ófermd hjer, og
tvær dætur aðeins uppkomnar, með móður sinni við
öll störf. Betur að fleiri partur íslenskra heimila væri
eins vel staddur.
Nú hljómar til mín frá litla orgelinu: »Þá vorgyðja
svífur úr suðrænum geim«, undan höndum elstu dótt-
urinnar. Og reynitrjen utan við gluggann keppast við
að breiða úr ljósgrænu blöðunum sínum móti sólaryln-
um, en áin liggur tær sem spegill neðan við túnfótinn
og á henni baða sig 6 snjóhvítir svanir í ró og næði.
En fyrir dalbotninum rís Snæfellið bjart við heiðblá-
an himinn. — »Ó, hve veröld er þó fríð« — og »Lífið
er bjart, géislandi bjart«. M.
Leiðbeinandi í garðyrkju í Rangárvalla- og Árnes-
sýslu skrifar 1927: — Jeg byrjaði snemma í maí um-
ferðarkensluna. — Var á 5 bæjum á Rangárvöllum, á
10 bæjum í Holtum og víðar. Jeg bjó út nokkra nýja
skrúðgarða og lagaði þá gömlu, sáði matjurtum, fyrst
í vei’mireiti, síðar úti, og gróðursetti víða trjáplöntur.
— Jeg fór tvær umferðir um sveitirnar yfir vorið. —
Áhugi finst mjer vera talsverður, sjestaklega fyrir
blómagörðum. Jeg teiknaði upp marga garða fyrir
fólkið, því ekki var hægt að koma því við að byrja á
þeim þetta sumar. — Jeg held að það sje nú verið að
hugsa um að fjölga þessum garðræktarflökkurum, sem
sje hafa 2—3 næsta sumar, einn í hverri sýslu: Árnes-,
* Alþingi 1927 samþykti: »Stjórninni er heimilt að kaupa jörð-
ina Byrgi (Ásbyrgi) í Kelduhverfi, ásamt skika þeim í byrg-
inu, sem áður hefur fylgt Meiðavöllum. Ritstj.