Hlín - 01.01.1930, Page 6
4
Hlln
rak geig þann á brottu, er mæddi —
gaf draum hans hið dýrðlega svar.
— Og ógrynni alda síðar —,
þá annríki hlaðin snót
bjó vegmóðum viðtökar blíðar,
— þó vekti’ henni gremjuhríðar,
að systirin sat þjer við fót.
Var hún ei að hlýða því orði
að hugsa’ um þinn minnsta vin,
líkna og leiða að borði,
lúta, svo nægur gafst forði,
að hressa og verma þau h i n ?
Þín orð yfir aldir ijóma
að eilífu — fögur og sönn;
en vængstýfð og drepin í dróma,
þar dáðsneyddir láta þau hljóma
sem dóm yfir dýrmætri önn.
Hinn langminnsti bróðir, er bætir
úr brýnustu duftsins þörf,
er meiri’ en hinn goðborni, er grætir,
er geislinn, er döggin, sem vætir,
er hetja við heilög störf.
Líf — hái, himneski faðir,
þinn heimur hvert duftkorn er.
Um ómælis aldaraðir
þig einan þrá leitir og kvaðir,
— hvern farveg sem andinn fer.
Hulda.