Hlín - 01.01.1930, Page 9
Hlin
7
yrði sambandinu alveg að kostnaðarlausu, þá bæri að
snúa sjer til framkvæmdanefndarinnar en ekki S. N. K.
V. Þá var tekið fyrir kvenfjelagasambandið. Reifaði
forstöðukona málið og las upp lög þess. Var málið mik-
ið rætt. Allir fulltrúár voru með kvenfjelagasambandi,
en nokkuð voru skiftar skoðanir um hvort ganga skyldi
í það á þessum fundi.
Að lokum kom fram tillaga frá Þóru Stefánsdóttur.
»Fundurinn samþykkir að S. N. K. gangi nú þegar
í Kvenfjelagasamband íslands«.
Breytingartill. kom frá Margrjeti Ásmundsdóttur:
»Sambandsfundur norðlenskra kvenna telur sig ekki
undir það búinn að taka ákvörðun um það að ganga
nú þegar í Kvenfjelagasamband íslands, en skorar ein-
dregið á deildir sambandsins, að búa sig undir að geta
tekið fullnaðarákvörðun á næsta fundi«.
Var breytingartillagan feld með 7 atkv. gegn 3.
Var þá fyrri tillagan borin upp og hún samþykt með
7 atkv. gegn 3.
VI. Garðyrkjumál. Hólmfríður Pjetursdóttir.
Við umræður kom í ljós, að þó lítið hefði verið gert
í þessu máli árið sem leið, mundu fjelagsdeildirnar
hafa talsverðan áhuga fyrir því. Beiðni hafði komið til
form. frá Kvennabandi V.-Húnavatnssýslu um 200 kr.
styrk, til að koma upp gróðrarstöð. Samþykt að veita
því 50 kr. til plöntukaupa.
C
Þar sem engin önnur beiðni hafði komið í þessa átt
árið semdeið, en síðasti aðalfundur veitt 200 kr. styrk
til styrktar þessu máli, æskti framsögukona að sama
tilboð stæði frá sambandinu og bar fram svohljóðandi
tillögu:
»Fundurinn heimilar stjórn S. N. K. að veita alt að
200 kr. úr sambandssjóði á næsta ári til plöntukaupa,
til þeirra fjelaga sem þegar hafa byrjað skógrækt eða
kynnu að vilja byrja hana. Tillagan samþykt,