Hlín - 01.01.1930, Page 11
Hlin
9
VIII. Reikningar fjel. lesnir og samþyktir.
IX. Heimilisiðnaðarvuíl: Þóra Stefánsdóttir.
Hóf hún umræður og las upp tillögur heimilisiðnað-
arnefndar. Var málið rætt á víð og dreif, en engar til-
lögur bornar fram.
X. Um inntöku í Sambandið bað fjelagið »Snót« í
Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Var það samþykt
með öllum atkvæðum.
XI. Næsti fundur ákveðinn í Vestur-Húnavatns-
sýslu.
XII. Kosinn gjaldkeri í stað Guðrúnar Björnsdótt-
ur, er gekk úr stjórninni, Þóra Stefánsdóttir, Hjalteyri.
Varagjaldkeri Jóhanna Þór, Akureyri.
XIII. Samþykt að senda form. landsfundar kvenna
svohljóðandi skeyti:
Bríet Bjamlijeðinsdóttir, Reykjavík.
Norðlenskir fulltrúar óska að landsfundur hefjist
strax eftir alþingishátíðina.
Stjórn S. N. K.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Guðný Bjömsdóttir,
fundarstjóri. •
La/ufey PálsdótUr, Þóra Stefánsdóttir,
fundarritarar.
Að kveldi fyrra fundardagsins flutti frú Sigurlína
Sigtryggsdóttir, Æsustöðum, erindi, er hún nefndi
»Ættjarðarást«, en síðara kveldið hafði Hjúkrunarfje-
lagið »Hlíf« kaffisamdrykkju fyrir fulltrúana.