Hlín - 01.01.1930, Page 12
10
HUn
Skýrsíur frá fjelögum.
Kvenfjelagið »-Framsókn« á Bíldudal.
Fjelagið var stofnað 1. des. 1910 af 29 konum. Aðal-
hvatameiln þess voru ungfrú Sigríður Jónsdóttir
(prests á Bíldudal) og kenslukona Kristbjörg Jóna-
tansdóttir, og var hin síðarnefnda fyrsti formaður
þess.
Tilgangur fjelagsins er og hefur verið sá að efla fje-
lagsanda meðal kvenna, styrkja sjúka og bágstadda og
styðja hverskonar þjóðþrifamál, fyrst og fremst innan
þessa hjeraðs.
Eitt af fyrstu opinberu störfum fjelagsins var að
stofna gistihæli í þorpinu, sem mjög brýn þörf var
fyrir. Hefur það starfað síðan undir umsjón kvenfje-
lagsins, en er að öðru leyti sjálfstætt og liefur sinn
sjerstaka sjóð.
Stjórn gistihælisins skipa 3 konur úr kvenfjelaginu.
Árið 1919 gekst fjelagið fyrir stofnun sjúkrasjóðs
hjer í þorpinu. Fjekk það mál almennar og góðar und-
irtektir, og safnaðist þegar talsvert til hans.
Ári síðar var stofnað, í sambandi við sjóðinn, hjúkr-
unarfjelagið »Samúð«, sem starfar óháð kvenfjelaginu
að öðru leyti en því, að það (kvenfjel.) hefur jafnan
verið fastur meðlimur, og borgað 50 krónur í sjóðinn
árlega. Hefur hjúkrunarfjel. síðan haft starfandi
hjúkrunarkonu hjer í þorpinu.
Árið 1928 Ijet kvenfjelagið gera skrúðgarð í kring-
um kirkjuna hjer á staðnum. Er það þegar búið að
kosta til hans rúmum 1000 krónum.
Síðastliðin þrjú vor hefur fjelagið haldið heimilis-
iðnaðarsýningu, tvö seinni á'rin í samráði við U. M. F.