Hlín - 01.01.1930, Page 15
Hlin
13
ið 100 fæst og 175 flest, og virðist sem hamingjan hafi
fylgt börnunum, því í þau átta ár sem þau hafa komið
saman, hefur veðurblíðan og færðin verið þannig, að
öll börn hafa komist langar leiðir að heiman frá sjer.
Enda er óhætt að segja, að eldra fólkið, sem sjaldan
fer að heiman, hefur ásamt börnunum beðið alföðurinn
um gott veður og bænheyrslu fengið, því veðurblíðan
og margskonar yndi hefur fylgt þessum samkomum,
Þegar kvenfjelagið var 10 ára hjelt það afmæli sitt
hátíðlegt á annan dag jóla á Lágafelli; var þangað boð-
ið flestum hjónum úr sókninni, eða eins og húsrúm
leyfði, 150 manns. Var þá borðað og drukkið í tvennu
lagi. Bogi Þórðarson og kona hans, Kristín Lárusdótt-
ir, lánuðu húsnæði endurgjaldslaust. Voru þá allar
stofur raflýstar og unaðslegt um að ganga. Konur sáu
sjálfar.um matreiðsluna og máttu vera sem heima hjá
sjer væru. Á eftir var dansað í þinghúsi hreppsins, og
var þá kominn bjartur dagur.
Átta skemtiferðir hafa fjelagskonur farið, austur í
Þrastaskóg lengst og styst til Viðeyjar. Hafa konur
ekki farið, nema sem flestar gætu verið með, en heim-
ilisannir hafa hamlað ferðunum, einkum um hásum-
arið. En allar hafa þær ferðir verið hver annarl
skemtilegri, og sem nærri má geta hafa karlmenn oft
slegist í hópinn, og þar sem flestar konurnar eru gift-
ar, hafa börn þeirra líka oft verið með og yngt upp
hópinn.
1926 var haldið námsskeið, sem mætti kalla hús-
stjórnarnámsskeið. Var það gert í sameiningu við
Búnaðarfjelag fslands, þannig að Búnaðarfjelagið
borgaði kenslukonunni Sigurborgu Kristjánsdóttur,
en. kvenfjelagið borgaði annan kostnað, fór kenslan
fram í húsi Guðmundar Jónssonar skipstjóra, sem end-
urgjaldslaust lánaði húsið. 10 námsmeyjar voru allan
tíman, 3 mánuði. Sigurborg flutti erindi að loknu