Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 28
26
HUn
okkar. Agaleysið er mein okkar þjóðar, aldai’andinn
bannar aga, þykir hann beiskur. »Allur agi virðist að
vísu í bili ekki vera gleðiefni heldur sorgar, en eftir á
gefur hann friðsælan ávöxt rjettlætisins þeim, sem við
hann hafa tamist«, segir Ritningin.
Uppeldismálin eru alvarlegt áhyggjuefni fjölmargra
foreldra og annar þeirra manna og kvenna, sem bera
hag og heiður landsins fyrir brjósti. Því er það ekkert
efamál, aö sú þarfasta alþýöufræösla, sem hægt væri
aö veita í þessu landi nú sem stendur, er þróttmikil og
stefnuföst uppeídisfræösla, og í sambandi viö hana
leiöbeiningar um undirbúningsfræöslu barna, sem for-
eldrunum er á hendur falin með lögum. Það er hvað
öðru náskylt og eiginlega óaðgreinanlegt. Fræðsluna
mætti veita með ýmsu móti: með leiðbeiningum, fyrir-
lestrum, námsskeiðum og uppeldisritum, og ætti ekki
að þurfa að verða mjög dýr með góðum vilja og sam-
tökum. Kennararnir eru sjálfsagðir að gera hvað þeir
geta í þessu efni,þeir hafa með hækkuðum launum borið
bættan hlut frá borði, og kröfurnar til þeirra vaxa að
sama skapi. Þeir eru ekki eins tímabundnir við önnur
störf og áður. Kennarafræðslan, að því er snertir smá-
barnafræðslu, hlýtur bráðum að verða aukin við Kenn-
araskólann. Þess færari verða kennararnir um að veita
öðrum hjálp og aðstoð. — Þess verður að líkindum
heldur ekki langt að bíða, að eftirlitsmenn verði skip-
aðir til þess að líta eftir kenslunni víðsvegar um land,
þótt ekki væri nema einn í hverjum fjórðungi, væri
mikið unnið, kennararnir eru um of einangraðir í
starfi sínu. Þessir eftirlitsmenn væru sjálfkjörnir til
að veita almenningi fræðslu í uppeldismálum.
Kennarar, prestar og læknar, sem látið hafa af starfi,
en hafa mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu til
brunns að bera, mundu án efa fúslega styðja þetta
starf.