Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 29
Hlín
27
En sá aðili sem jeg set mest traust til í þessu efni
eru konurnar. Þær finna best hvar skórinn kreppir, því
á þeirra herðum hafa uppeldismálin að miklu leyti
hvílt og oft fræðslan líka. Þeim er því treystandi til að
vilja vinna að þessum málum. Jeg treysti konunum til
þess að láta ekki á sjer standa, ef þær á nokkurn hátt
geta, að taka þátt í starfi fræðslu- og skólanefnda.
Konur ættu að eiga sæti í hverri einustu fræðslu- og
skólanefnd landsins. Þær mundu brátt koma því til
leiðar, að skólarnir yrðu vistlegri fyrir börn og kenn-
ara, hlýir, bjartir og hreinir, þokkalegt í kringum þá,
jafnvel að börnin væru sjálf látin rækta þar og prýða,
eins og gert var við skóla einn hjer í nágrenni okkar,
þar sem kona er skólanefndar-formaður. Konurnar
mundu reyna að sjá um, að góður kennari mistist ekki
fyrir handvömm, af því að það gleymdist að ráða
hann þangað til á síðustu stundu o. þ. 1., en reyndu að
gera honum vistina ljúfa, svo ekki þyrfti altaf að vera
að skifta um kennara, sem jafnan er mesta mein fyrir-
börnin. — Konurnar mundu líta eftir líðan kennara og
barna í skólanum, olíuofnarnir yrðu gerðir útlagir og
margt verða öðruvísi en nú er í skólum vorum.
Gott uppeldi og góð heimilisfræðsla þarf nú sem fyr
að verða metnaðarmál heimilanna, og á konunum hvílir
að miklu leyti ábyrgðin um heimilin. Það er því eðlilegt
og sjálfsagt, að konurnar vérði fremstar í flokki, þegar
um uppeldisfræðslu er að ræða. — Einkennilegt var
það, og þó harla eðlilegt, að þegar konurnar í Sam-
bandsfjelagi norðlenskra kvenna áttu kost á að fá fyr-
irlesara, er færi á milli deildanna og flytti erindi, þá
kusu þær jafnan að fá erindi um uppeldismál. Konurn-
ar þekkja nú orðið vel til fjelagsskapar af eigin reynd,
og vita að með góðum vilja og samtökum má vinna af-
reksverk, sem með fáum og dreifðum kröftum sýndust
óvinnandi. Þetta er málefni sem vert er að fylkja sjer