Hlín - 01.01.1930, Side 30
28
Hlin
um. Jeg vil leyfa mjer að skora alvarlega á konurnar í
landinu að láta ekki þessi mál afskiftalaus, en gera sjer
alt far um að vinna þeim gagn, bæði í skóla- og fræðslu-
nefndum og utan þeirra, og leggja fram krafta sína til
hins ýtrasta, svo þessi mál megi hafa sem bestan fram-
gang, því heill og heiður þjóðar vorrar er í veði, ef
uppeldis- og fræðslumálin eru vanrækt.
Niðurstaða þessa erindis verður þá:
Til þess að ráða bót á afskiftaleysi almennings og
skilningsleysi á uppeldis- og fræðslumálum legg jeg til:
1. að meiri samvinna komist á milli heimila og skóla,
þannig, að kennarinn kynnist heimili barnsins og á-
stæðum þess og aðstandendur, gegnum fulltrúa sína,
fylgist með í starfi skólanna.
2. að alþýða manna njóti meiri uppeldisfræðslu en
nú gerir hún, og að hún eigi kost á leiðbeiningum um
undirbúningsfræðslu barna.
Ef hægt er að vekja ábyrgðartilfinningu almennings
fyrir uppeldismálum og veita hagfelda mentun í þeim
málum, þá verðui- alþýðumentun okkar góð og við okk-
ar hæfi, því íslensk alþýða er fróðleiksfús og vel gefin,
en það þarf að koma mönnum í skilning um, hvað er í
húfi, ef -þessi mál eru látin afskiftalaus eða vanrækt
með öllu.
Halldóra Bjarnadóttir.