Hlín - 01.01.1930, Side 31
tilin
29
Garðyrkja.
Oróðrarskálinn rafhitaði í Fífilgerði í Eyjafirði.
Eftir Styr. Matthíasson, hjeraðslækni.
Jeg hafði lofað að skrifa greinarkorn í Hlín (því
hver getur neitað Halldóru, þegar hún biður mann
vel), en svo var jeg í vanda um hvað jeg ætti að
skrifa. Þá vildi svo til, að jeg var sóttur til sjúklings í
Fífilgerði. Þegar mínu embættisverki var lokið, þá
sýndi Jón- garðyrki Rögnvaldsson mjer gróðrarskálann,
sem hann nýlega hefur reist þar á hlaðbrekkunni. Það
var hvorttveggja gaman og reyndist mjer einnig slík
hugvekja, að jeg gat í einum rykk skrifað þessa grein,
þegar jeg kom heim.
Þessi gróðrarskáli er einkarsnotur, þegar inn í hann
er komið, en sjerstaklega eftirtektarverðui; fyrir það,
að hann er rafhitaður, og mun vera fyrsti rafhitaði
gróðrarskálinn á landi voru. En efalaust munu afar-
margir á eftir fylgja.
Það var norðangjóstur úti þetta kveld og þessvegna
einkar þægilegt að koma inn í hlýindin í skálanum og
athuga þar hin mörgu blóm og suðrænu jurtir og trjá-
plöntur, sem þarna undu svo vel hag sínum. Því ekki
vantaði að vel væri um alt hirt og öllu snyrtilega nið-
ur raðað. En í miðjum þessum litla aldingarði óx lítið
trje, sem mjer fanst öllu öðru girnilegra til fróðleiks.
Það var glóaldintré eða appelsínuviður og mjer flugu í
hug vísuorðin eftir Goethe:
»Þekkirðu land, þar gul' sítrónan grær,
og gulleplið í dökku laufi hlær?«
Fyrir fáum árum síðan veittist mjer sú ánægja að