Hlín - 01.01.1930, Síða 35
ítíin
33
mest að trjenu á vorin, því þá var það alsett inndælum
fannhvítum blómum. — Enginn veit, hve eplin hefðu
orðið ljúffeng, ef trjeð hefði mátt lifa, en því var sá
aldurtili skapaður að það eyddist í húsbrunanum mikla
þegar Höepfnershúsin brunnu. Sic transit —. En það
er mín trú, að mörgum suðrænum trjám mætti takast
með kærleika og hirðingu að koma á legg til að þola
útivist á íslandi. Til þess hjálpi oss allar vættir, ráð-
herrar og rafurmagn!
Og að endingu skal jeg kveða upp þá trúarjátningu,
að sje stefnunni rjett haldið, muni mega vænta að niðj-
ar vorir geti ræktað hjer hverskonar brauðkorn og
aldini og miðlað jafnvel öðrum þjóðum af gnægð sinni.
Og geta þá allir landar hjer farið að dæmi guðspekinga
og gjörst gróðurneytendur eingöngu, og orðið fyrir það
máske hreinhugaðri og guði þóknanlegri. Kjöt af roll-
um, beljum og hrossum má.þá einvörðungu nota handa
tófunum og til hákarlabeitu.
Steingr. Matthiasson.
Skýrsla
um leibbeiningarstarfsemi i garörækt og grænmetis-
niatargerð í RangárvalLasýshc sumarið 1929.
Þann 14. dag aprílmánaðar lagði jeg af stað frá
Vestmannaeyjum austur í Rangárvallasýslu til þess að
leiðbeina í garðrækt.
Jeg fór þessa ferð að tilhlutun Búnaðarsambands
Suðurl. og Landsfundarnefndarinnar. Jeg starfaði í 7
hreppum: Rangárvallahr., Hvolhr., Fljótshlíðarhr.,
Vestur-Eyjafjallahr., Austur- og Vestur-Landeyjahr.
og Ásahreppi. Venjulega starfaði jeg í hverjum hreppi
3