Hlín - 01.01.1930, Side 36
34
Hlin
út af fyrir sig að tilhlutun ungmennafjelags, búnaðar-
fjelags eða kvenfjelags hreppsins. Þar að auki kom jeg
á þau heimili, sem þess óskuðu, og gaf leiðbeiningar.
í Fljótshlíð kom jeg á 6 heimili, sem öll óskuðu eftir
leiðbeiningum um garðyrkju. Þar fyrir utan starfaði
jeg í matjurtareit, sem Kvenfjelag Fljótshlíðar tók til
sinna afnota. í Vestur-Eyjafjallahreppi starfaði jeg á
tveimur heimilum, í Landeyjum, austur og vestur, á 5
heimilum og í Ásahreppi var jeg á 4 heimilum,. lagði
vermireit fyrir ungmennafjelagið í Ásahreppi, vann
einnig í trjáreit fjelagsins ásamt nokkrum fjelögum að
grisjun, útplöntun o. fl. — Á Rangárvöllum kom jeg á
5 heimili og gaf leiðbeiningar o. s. frv., í Hvolhreppi 4
heimili. Fjelögin ákváðu staðina, sem starfa skyldi á
og önnuðust annan nauðsynlegan undirbúning.
Á þessa staði máttu þeir koma sem vildu og sem ósk-
uðu eftir upplýsingum í þessu máli. Fyrstu umferðínni
hagaði jeg þannig, að jeg kom á 2 til 3 staði í hverjum
hreppi og lagði þar vermireiti, sáði í þá blóma- og mat-
jurtafræi, — sáði einnig úti-matjurtafræi. Gaf leið-
beiningar þeim sem þess óskuðu viðvíkjandi breytingu
og tilhögun í gömlum blóma- og trjágörðum og við
myndun nýrra garða. — Jeg varð vör við mikinn á-
huga hjá fólki í þessa átt.
Fyrstu umferðinni lauk jeg um mánaðamótin maí og
júní, þá hafði jeg lagt vermireiti í 5 af þessum 7 hrepp-
um og víða sáð í kassa inni. í hinum tveim, Austur- og
Vestur-Landeyjahreppi, voru ekki lagðir vermireitir,'
þar var þátttaka lítil og undirbúningur enginn. Jeg átti
þar tal við ýmsa menn, sýndi fram á ræktunarskilyrði
og ágæti grænmetisnotkunar, sáði þar úti-matjurta-
fræi.
Aðra umferð fór jeg í júní. Þá kom jeg á öll hin