Hlín - 01.01.1930, Page 37
35
Hlín
sömu heimili og í fyrstu umferð. Þá var plantað út úr
vermireitunum, þangað komu þeir sem vildu, hjálpuðu
til við útplöntunina, fengu plöntur heim með sjer og
gróðursettu þær.
Vermireitimir sýndu misjafnlega góða umhirðu, sem
eflaust hefur stafað af þekkingarleysi. Plönturnar
náðu þó víðast hvar sæmilegum vexti.
Þriðju umferðinni, sem aðallega var eftirlitsferð,
lauk jeg um miðjan ágúst, og frá þeim tíma og fram í
miðjan september að matreiðsla byrjaði, var jeg laus
við leiðbeiningarstarfsemina.
Mjer virtist umhirða og vöxtur plantnanna í svo
góðu lagi sem hægt var að búast við, þar sem fólk er
svo ókunnugt þeim kröfum, sem jurtirnar gera til
vaxtar og þroska. Ræktunarskilyrði eru víða góð á
þessu svæði.
Á Kirkjulæk í Fljótshlíð náði hvítkál, blómkál og
gulrætur mjög góðum þroska. Rauðkál bar stærst höf-
uð á Dufþekju í Hvolhr. Rauðrófur urðu stærstar á
Seljalandi í Vestur-Eyjafjallahreppi.
Um miðjan september fór jeg fjórðu umferðina að
kenna að matbúa úr þeim matjurtum, sem okkur hafði
tekist að rækta. Námsskeiðin fóru fram í 5 hreppum:
Rangárvallahr., Fljótshlíðarhr., Hvolhr., Vestur-Eyja-
fjallahr. og Ásahreppi. — Námsskeiðin stóðu yfir í 4
daga í hverjum hreppi og sóttu þau 32 nemendur.
Kjöt var lítið eitt notað við matargerðina. Yfirleitt
þótti maturinn góður, þó að mestur hluti hans væri
grænmeti, og er það vel farið, því það mun flýta mikið
fyrir almennri ræktun á hinum ýmsu matjurtum, sem
3*