Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 38
36 títin
við íslendingar erum enn svo stutt á veg komnir með að
hagnýta okkur.
Reykjavík, 18. október 1929.
Ingibjorg Jónsdóttir, Dölum, Vestmannaeyjum.
Heilbrigðismál.
Tennurnar.
Enda þótt tennurnar sjeu harðasti hluti líkamans,
er enginn partur af líkama mannsins eins illa staddur,
þegar sjúkdómar, og þau eyðandi öfl, sem þeir hai'a
í för með sjer, herja á líkamann. — Endurnýjunar-
þrótturinn, sem flestum pörtum líkamans er veittur í
svo ríkum mæli, er enginn í tannakerfinu, nema á vissu
aldursskeiði, en það er þegar tannskiftin verða, á 7 til
14 ára aldrinum.
Tennurnar hafa þá sjerstöðu, að þeirra mein verða
ekki grædd af náttúrunnar völdum. Brotin tönn grær
ekki saman, og hola í tönn fyllist ekki. Af þessum á-
stæðum ætti mönnum að vera ennþá annara um tenn-
urnar, en nokkurn annan hluta líkamans. Frá því að
barnið tekur fyrstu tennumar, og alt þangað til að
vöxtur tannanna er hættur, sem verður um sama ald-
ursskeið og beinvöxturinn er að fullu hættur, og bein-
in orðin hörð og föst, — en það mun vera um 25 ára
aldurinn, — þá ættu tennurnar að vera undir sjerlega
góðri vernd og umönnun. Fyrir því þarf að sjá um,
að þær fái hæfilega þjálfun og stælingu, og sjeu hins-