Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 40
38
Hlín
raóðurinnar eða þeirra, sem með barnið fara. Að kyssa
barnið á munninn, sleikja túttur og þessháttar, sem
síðan er stungið upp í barnið, er því leiðin til að koma
gerlunum í munn barnsins. Og því verra og hættulegra
er þetta, sem meira kveður að skemdum og rotnun í
munni þess, sem með barnið fer.
Hafi nú barn-ið komist klaklaust yfir þetta fyrsta
tímabil, og fengið allar sínar 20 barnatennur hraustar
og heilbrigðar, þá er mikið unnið. Þá má telja víst, að
það hafi enga totnun í munninum, og eins lítinn gerla-
gróður og framast má verða. Eru þau börn allajafna
heilsuhraust, og laus við marga þá kvilla, sem stafa
frá sjúkum tönnum, eins og meltingarkvillar, sem aft-
ur eru undirrót margvíslegra meina. Til þess að ástand
þetta haldist, sem nú var getið, þá þarf þrent að fara
saman: góð fæða, þjálfun tannanna, og hæfilegt munn-
vatnsrensli. Um tvö fyrri atriðin hefur þegar verið
rætt. En viðvíkjandi hinu þriðja, munnvatnsrenslinu,
skal það tekið fram, að vafalaust er þess ekki rjetti-
lega gætt í matarhæfi manna alment, að saltur matur,
og sætindi öll, hvort heldur í mat eða drykk, minka
munnvatnsrenslið, en súrir drykkir og súr matur held-
ur því við eða eykur það. En eitt af hlutverkum munn-
vatnsins er að hreinsa tennurnar og leysa upp ýmsar
matarleifar og tæjur, sem festast kunna á milli tann-
anna. Það er því áríðandi, að mijnnvatnsrenslið sje
nægilega mikið og samsetning þess ósýkt. Ef svo er,
þá haldast tennurnar hvítar og hreinar, og þess gerist
engin þörf að skola þær eða bursta. Þegar svona er í
pottinn búið, og það telst svo til, að svo muni vera með
5. hvert sveitabarn og 30. hvert kaupstaðarbarn, þá er
venjulega ekki mikil hætta á því, að tannskemdir komi
fram, þegar tannskiftin verða. Barnatennurnar losna
og detta burt, en fullorðins tennurnar koma í staðinn,
þegjandi og hljóðalaust.