Hlín - 01.01.1930, Page 43
Hlín
41
áleiðis í ýmsum löndum, og tilhögun að sumu mismun-
andi. Þannig má geta þess, að ekki er allstaðar jafn-
ríkt gengið eftir því, að börnin fari til tannlæknisins.
Þeim er þá aðeins gefinn kostur á þessum miklu hlunn-
indum, en ekki skylt að nota þau.
En reynslan þykir ótvírætt sanna það, að þau börn,
sem fara úr skólanum að loknu námi, með hreinsaðar
og lagaðar, fyltar og óskemdar tennur, hirða þær í all-
flestum tilfellum eftir það, og láta framvegis gera við
þær, þegar þess þarf með.
Þessi er þá ávinningurinn af starfi skólatannlækn-
isins, og þykist jeg vita, að mönnum geti alment skil-
ist, hve mikill hann er. En einkum munu þeir, sem mist
hafa sínar »eigin« tennur, og hafa því aðeins gervi-
tennur eða svokallaðar »tilbúnar« tennur, hafa góðan
skilning á því, hve mikils virði það er, að geta haldið
sínum upphaflegu tönnum sem lengst.*
Jón Jónsson, læknir.
* Mjer dettur í hug, að vel mætti í sambandi við þessa grein
geta þess, að 1924\var farið að gera við tennur skólabarna í
Keykjavík og í skólanum i Hafnarfirði 1928. Þá hefur Friðjón
læknir Jensson í alimörg ár unnið að aðgerðum í Akureyrar-
skóla, það var víst byrjað á því, meðan Halldóra var þar
skólastjóri (fyrir 1918).
Jeg' hef haldið fyrirlestra um tannskemdir í allmörgum skól-
um, ferðast víða um laud og fengið mikla reynslu í þessu efni,
líklega meiri en nokkur annar. Einnig hjelt jeg á sínum tíma
fyrirlestra í Læknafjelagi Keykjavíkur, sem jeg' vona að hafi
orðið til að flýta. fyrir að tannlækningar hófust í Reykjavík.
Hreyfingin hjer í Hafnarfirði er mjer einum að kenna eða
þakka, því jeg settist hjer að og tróð mjer inn í skólann, sem
Hafnfirðingum til hróss má segja, að ekki gekk erfitt, því
þeir tóku þessu máli mjög vel, og efa jeg ekki, að hjeðan af
verður tannlækningum haldið áfram hjer, þó mín missi við.