Hlín - 01.01.1930, Side 47
HUn
45
misskilningur, að deildirnar væru hver annari líkar.
»Nei«, sagði hann, »hver deild hefur sinn sjerkenni-
lfega svip, þess verður maður jafnskjótt var og maður
kemur á þröskuldinn«. Á Norðurlöndum hefur á seinni
árum verið tekinn upp sá siður, að sýna heimilisiðnað-
inn eftir hjeruðum, og geri jeg ráð fyrir að ástæður
sjeu þær sömu og hjá oss.
Hvað höfum við svo lært af sýningu þessari? Um-
slang og kostnaður verður að gefa eitthvað í aðra hönd,
kenna almenningi eitthvað, annars hafa sýningarnar
enga þýðingu. Sýningar eiga fyrst og fremst að vera
skólar, og að sýningar þær, sem haldnar hafa verið
víðsvegar um land síðustu 15 árin hafi kent fólkinu
eitthvað, sjest best, þegar þessi sýning er borin saman
við sýninguna í Reykjavík 1921, þar sem sýnd var
handavinna af öllu landinu eins og nú. — Með tilliti til
þeirrar staðreyndar, að um framför sje að ræða, ger-
um við okkur von um að Landssýningin 1930, sem sjer-
staklega var vandað til, verði almenningi góður leiðar-
vísir í framtíðinni.
Það var aðallega tvent, sem maður veitti sjerstaklega
athygli við samanburð á þessari sýningu og þeirri, sem
haldin var 1921.
að vinnubrögðin voru mikið fjölbreyttari, gerðir,
lag og litir smekklegri, tóvara hreinni og að mestu ó-
lyktarlaus, og svo hitt,
að karlmannavinna var miklu meiri og af fleiri teg-
undum.
Því miður bannaði húsrúmið að hægt væri að sýna
stærri smíðisgripi: Húsgögn, vagna, vefstóla, mjólkui'-
áhöld ýms og ótal verkfæri og amboð, sem frá alda öðli
hafa verið gerð á íslenskum sveitaheimilum og eru
framleidd þar enn þann dag í dag.
Undantekning frá þessu voru þó spunavjelamar
tvær, sem voru á sýningunni og í gangi allan tímann.