Hlín - 01.01.1930, Side 48
46
Hlín
önnur eftir feðgana í Villingaholti í Flóa, sem nú eru
aðalframleiðendur spunavjelanna í landinu (þetta er
38. vjelin, sem þeir hafa smíðað) og hin eftir Einar
Sveinsson frá Leirá. Gekk hún fyrir rafmagni. Var
það eftirtektarverð nýjung og sjálfsögð endurböt, þar
sem aðstaða leyfir.
Alt virtist benda á, að tóskapur og vefnaður sje nú
meira notaður til húsbúnaðar en til fatnaðar saman-
borið við það sem áður tíðkaðist. Heimaofnar bekká-
breiður eru nú mjög mikið notaðar um land alt. — Á-
breiðurnar þóttu einna fallegastar og smekklegastar
úr Rangárvallasýslu, enda er ábreiðugerð þar gömul,
þá úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum (t. d. frá Arnar-
holti, úr Hvítársíðu og Andakíl). Falleg togábreiða var
hekluð eftir Helgu Sigurjónsdóttur -frá Miðhvammi i
Aðaldal. — Ein vaðmálsábreiða, rúðótt, svört og rauð,
með gömlu íslensku gerðinni, var á sýningunni, sú gerð
ætti að tíðkast að nýju. — Sjerstöðu höfðu bekkábreið-
ur úr Múlaþingi (Arnheiðarstöðum) úr íslenskum java
og kross-saumað á með bandi, ágæt vinna. Fáni Iðnað-
armannafjel. Akureyrar, myndavefnaður, eftir Bryn-
hildi Ingvarsdóttur, sómdi sjer vel, efnið var tog. Þetta
var með seinunnustu hlutum sýningarinnar. Brynhild-
ur átti þarna líka áklæði (ísl. glit), gullfallegt. Vigdís
Kristjánsdóttir, Rvík, átti góðan útvefnað.
Gólfábreiður voru myndarlegar úr mörgum hjeruð-
um ,t. d. Múlaþingi (einkum frá Brekku í Mjóafirði).
Góðar mottur og dreiglar líka úr Reykjavík (t. d. flos-
dreiglar Ragnhildar á Háteigi), fsafjarðar-, N.-Þing,-
og Húnavatnss. (Engihlíð, Söndum, Holtast., Gili).
Togdúkarnir hennar Þórdísar Egilsdóttur á ísafirði
hefðu sómt sjer vel í hverri stofu sem var, einnig sess-
an hennar Sigurlínu á Æsustöðum í Eyjafirði, úr
hei'masútuðum lambsskinnum, kliptum og ókliptum. —
Húsgagnafóður, borðdúkar og gluggatjöld voru víða