Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 49
Hlín
47
að, góð vinna, t. d. úr N.-Þingeyjarsýslu (Efrihólum)
og Kjósarsýslu (Ráðagerði og Blikastöðum).
Til kvenfatnaðar var margt fallegt á sýningunni, t.
d. ágæt vaðmálssjöl úr Múlaþingi (Vallanesi) og frá
Nesi í Höfðahverfi. Svuntudúkar frá Ingibjörgu á Hofi
í Svarfaðardal, sem er allra kvenna fíntættust, einnig
úr Suður-Þingeyjarsýslu og Múlasýslum, peysufata-
vaðmál og kjóladúkar þaðan líka. Langsjöl og klútar úr
togi þótti fallegt úr Árnes- og Rangárvallasýslum, enda
mun sú vinna hafa lifað þar iengi, en er nú að breiðast
út þaðan um land alt. Húnavatnssýsla og ísafjörður
áttu þarna ágæt togsjöl. Þá voru þelsjölin ekki síður
dáð: Frá Akureyri (Steinunn Frímannsdóttir), Rvík
(Susie Briem og Herdís Andrjesdóttir), Hafnarfirði
(Sigrún Jónsdóttir), Fljótsdal (Þóraririn Stefánsson,
Þorgerðarstöðum), ísafjarðarsýsla (Kristjana Jóns-
dóttir) Breiðumýri (Guðrún Benediktsdóttir), Barða-
strandasýslu (ólína Snæbjarnardóttir, Stað á Reykja-
nesi), Hörgárdal (Valgerður Davíðsdóttir, Hofi).
Vel verkuð kragaskinn (hundsskinn) voru þarna frá
Lilju Sigurðardóttur á Víðivöllum í Skagafirði, sem
hefur gert mikið að heimasútun á síðari árum, með
góðum árangri. Þá voru hrosshárs-kvenhattarnir, sem
marga fýsti að sjá, hrafnsvartir og gljáandi, vel og
smekklega gerðir eftir Helgu Sigurðardóttur, Geir-
mundarstöðum í Strandasýslu. — Undirkjólar af ýmsri
gerð, ágæt vinna, úr Snæfellsnessýslu. — Bönd gull-
falleg úr I'safjarðar- og Strandasýslum. úr ísafjarðar-
sýslu fengum við spjaldabandavefarann okkar, Petrínu
Pjetursdóttir frá Þingeyri (82 ára), sem óf fyrir okk-
ur á sýningunni. Húsrúm leyði því miður ekki að láta
vinna á sýningunni nema lítið eitt, eins og það er þó
gaman að geta sýnt hvernig vinnubrögðin fara fram.
Skotthúfur komu úr flestum hjeruðum, einna fínastar
frá Þorbjörgu Bergmann, Hafnarfirði. — Svo voru