Hlín - 01.01.1930, Page 50
48
Hlin
peysur (t. d. frá Söndum, V.-Hún), vesti (Ingibjörg
Magnúsdóttir, Borgai’nesi). Inniskór úr ýmsum áttum
og margir góðir. Sokkar, vetlingar, íleppar, gott úr öll-
um hjeruðum. — Barnaföt, mest úr Múlaþingi, vel og
smekklega löguð.
Til klæðnaðar karlmanna vakti rúðótta vaðmálið
hennar Guðbjargar í Múlakoti í Fljótshlíð mesta at-
hygli, úr því voru saumuð sportföt og húfa (eign Ragn-
ars Ásgeirssonar). Sómdi vaðmálið sjer ágætjega í föt-
unum. Fataefni voru góð úr S.-Þingeyjar-, Skagafjarð-
ar-, Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. — Hríðarhettur
ágætar úr Þingeyjar- og Dalasýslum. — Treflar góðir
úr Kjósarsýslu og Vestmannaeyjum. — Nærföt hentug
og vel löguð af Berufjarðarströnd (Berufirði). Karl-
mannaplögg voru góð úr öllum sýslum. — Milliskyrtu-
efni voru ágæt frá Sigrúnu P. Blöndal í Mjóanesi, sem
líka sýndi borðdúka og handklæði. — Saumuð karl-
mannaföt voru til sýnis úr Lundarreykjadal, eftir
bestu saumakonu þar um slóðir (Ástríði Ásmundsdótt-
ur, Múlakoti). Saumakonan er á 80. aldri, en karlmenn-
irnir vilja eins vel föt eftir hana og klæðskerana.
Af hannyrðum bar mest á hinum fögru, íslensku
kvenbúningum, 6 talsins, sem Sólveig Björnsdóttir frá
Grafarholti (saumastofan »Dyngja«) sýndi á brúð-
um i Reykjavíkurdeildinni.
Veggtjöld voru mörg með gömlum, íslenskum gerð-
um, saumuð með refilssaum (glitsaum) eða kross-
saum. Einn veggrefill var frá Húsavík (Þórunn Hav-
steen). Stórt tjald í skornum ramma úr Reykjavík
(Halldóra ólafsdóttir). Frá Álafossi (Sigurbjörg Ás-
björnsdóttir). Úr Hafnarfirði (Helga Gröndal Edilons-
son og Þorbjörg Bergmann). — Kross-saumaða vegg-
klæðið »Breiðablik« teiknað af Kjarval, en saumað af
Guðrúnu Helgadóttur, Reykjavík, þótti listlegt. — Þá
var »Baðstofa« Þórdísar Egilsdóttur á ísafirði rómuð