Hlín - 01.01.1930, Page 51
Hlin
49
mjög af almenningi. Myndin var saumuð í íslenskt efni
með bandi, heimalituðu (og hári). Litirnir voru 206
talsins. Hinn fíngerði og fallegi saumur sannaði það,
sem Hlín hefur oft haldið fram, að íslenskt band, vel
unnið, megi nota í hinar fínustu hannyrðir. Litbrigðin
voru þarna svo mjúk sem framast mátti verða.*
Margir höfu gaman af að skoða litlu myndina frá
önundarfirði (eftir Ástriði Torfadóttur), var hún gerð
úr þurkuðum grösum, mosa og sandi. Eitt af mörgu á
sýningunni, sem sýndi hugkvæmni og næman smekk. —
Sálmabók var þarna baldýruð, sjerlega haglega gerð,
frá ólafsfirði (Kristín Þorsteinsdóttir). — Hárrósir
voru úr ísafjarðarsýslu, sjaldgæf vinna. — Silfurkass-
inn, fagri, hennar Margrjetar Baldvinsdóttur, er áður
nefndur. — Leðurvinnu og postulínsmálningu átti
Unnur Briem, Reykjavík, fallegt hvorttveggja.
Burstar eftir Árna Sveinsson frá ísafirði, eigulegir
hlutir.
Mörgum sýningargesti varð starsýnt á íslenska mel-
kornið, villikornið úr Vestur-Skaftafellssýslu (Meðal-
landi), sem hefur verið unnið til manneldis líklega á
sama hátt alt frá landnámstíð.
Það sem jeg hef nefnt að þessu er mestmegnis
kvennavinna, en eflaust eiga karlar ekki lítinn þátt í
spuna, vefnaði, kembingu, þófi, skinnasútun og e. t. v.
prjónaskap og undirbúningi ullar.
>
* í þessu sambandi mætti geta um jurtalitaða bandið frá Matt-
hildi í Garði í Aðaldal, sem vakti almenna eftirtekt. Jeg býst
ekki við, að neinn hefði treyst sjer til að neita því, að það
sómdi sjer vel í hverskonar útsaumi. Sama mætti segja um
fallega þelbandið frá Guðnýju í Kelduskógum í Berufjarðar-
hreppi og um bandið frá Helgu á Skáney, Steinunni í Borg-
arnesi og' Ingibjörgu á Hofi í Svarfaðardal, svo maður nefni
eitthvað af öllu þvi ágæta bandi, sem var á sýningunni.
4