Hlín - 01.01.1930, Síða 52
50
Hlín
Af sýningarmunum frá karlmönnum má nefna
nokkra, sem báru af öðru eða vöktu athygli manna:
Fuglaveiðiáhöld úr Vestmannaeyjum (Þórlaugar-
gerði), Skinnklæði úr Grindavík (Þórkötlustöðum),
lagnet og dorg frá Mývatni (Bárður í Höfða), Bókband
úr S.-Þing. (Tjörnesi), tvíhjólaður rokkur af Mel-
rakkasljettu (Helgi á Grjótnesij, vatnstúrbína eftir
Bjarna í Hólmi í Landbroti (eign Einars ráðherra, sú
44. í röðinni), skip (skonnorta) úr Isafjarðarsýslu. —
Bein- og hornsmíði úr Suður-Þingeyjarsýslu (frá
Stóru-Tjörnum, Húsavík, Rauðá og Reykjum), úr Ár-
nessýslu (Unnarholti, útverkum og Villingaholti) og
úr Snæfellsnessýslu (Gíslabæ). útskurður úr Árnes-
sýslu, S.-Þing. og Strandasýslu.
Heimasútuð skinn, alt frá folalda- og kálfsskinnum
að lungamjúkum hunds- og kattarskinnum. Hrosshárs-
vinna: Gjarðir, tögl, hárpokar (liærupokar), taumar
og mottur. Leðurvinna ýmisleg, reiðtýgi, ólarreipi,
ferðatöskur.
Máhnsmíði af ýmsri gerð kom af öllu landinu, margt
mjög fallegt; má nefna kertastjaka frá ísafirði, ýmis-
lega hluti frá Vestmannaeyjum. Ennfremur svipur,
reislur, tengur, beislisstengur, úr ýmsum áttum al'
landinu. —
Þegar á það er litið, hvílík er mannfæðin í sveitum
landsins, má það alveg furðulegt heita, hve margt fall-
egt og fjölbreytt kom þaðan, margt þó seinleg og tíma-
frek vinna. Eiga þeir sem hafa unnið að því, að sýn-
ing þessi varð okkur frekar til sóma en vansæmdar,
hinar bestu þakkir skilið, bæði bæja- og sveitamenn,
bæði þeir, sem unnið hafa, og hinir, sem safnað hafa
eða hvatt aðra til starfa.
Þegar maður ryfjar upp fyrir sjer hvað þessi ný-
afstaðna sýning hefur kent oss, verður það ósjálfrátt
fyrir að hugsa fram í tímann til næstu sýningar, sem