Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 54
52
tílin
En ef sýning, sem er jafn umfangsmikil og þessi, á
ekki að lenda í fjárhagslegum halla, þá verða sýslur og
bæir að standa straum af sínum fulltrúum að öllu leyti,
frá því þfeir fara og þangað til þeir koma aftur, að öðr-
um kosti næst ekki kostnaðurinn upp, sem raun bei'
vitni, þar sem Landssýningin er í nokkrum halla, þrátt
fyrir mikla aðsókn. Mentaskólinn varð okkur mjög
dýrt hús til sýningarhalds, þótt hann sje í alla staði
virðulegt hús og á ágætum stað. Herbergin eru lítil og
enginn samgangur á milli þeirra, svo eftirlitið varð
mjög dýrt.
Inngangseyririnn, sem er eini tekjustofninn sem
sýningar hafa, mundi hinsvegar nægja til þess að
standast kostnað af húsi (leigu t. d.) og að gera það
sýningarhæft: veggfóðrun, sýningarborð og • skápar,
ljósaleiðslur, upphitun, ræsting, skreyting, ennfremur
auglýsingar, skrár, dómnefndir, vátryggingar, að-
göngumiðar, túlkar, dyraverðir, framkvæmdarstjóri o.
s. frv. Ennfremur söludeild, ef þörf væri fyrir hana.
Jeg er ekki í neinum vafa um, að fjelög og fjelaga-
sambönd, sýslunefndir og aðrir sem hlut eiga að máli,
mundu fúslega leggja þá kvöð á sig að kosta fulltrúa
til sýningar 10. hvert ár, jafn drengilega og þeir reynd-
ust í því efni nú. Því auk þess sem sýslur og fjelaga-
sambönd önnuðust um allan undirbúning og hjeraðs-
sýningar heima fyrir, þá voru fulltrúar líka kostaðir
eftir því sem farið var fram á úr mörgum sýslum.
Samband austfirskra, sunnlenskra og Suður-Þing-
eyskra kvenna tóku þátt í sendingu fulltrúa. — Margir
sýslumenn og sýslunefndir sýndu hinn besta skilning
á þessu þjóðþrifamáli. Hafi þeir allir þökk fyrir, sem
hafa unnið því gagn. Mjer dettur ekki í hug að'efast
um að nokkra sýslu vanti í hópinn með fulltrúa, þegar
farið verður af stað næst, og það þó þeir eigi alveg að
standa straum af sinni deild.