Hlín - 01.01.1930, Page 60
58
Hlín
ið er látið ofan í í einu, en tekið upp smásaman, þá
fást litbrigðin fjölbreytt. En mest er undir því komið
að bandið sje hreint og fitulaust, áður en það er litað.
Það þarf mikla nákvæmni við.litun,,ef maður á að
fá fallega liti, og oft verður að taka upp úr pottinum
og bæta við ýmsum litum smásaman, þreifa þannig
fyrir sjer með hvað fallegast verði. Um að gera að
taka ekki of margt fyrir í einu.
Það er ágætt að láta ofurlítið af Nuralin-lit ,saman
við mosalit, þá fær maður fleiri litbrigði.
Það er einkennilega skemtilegt að fást við litun,
þegar manni hefur tekist að fá fallegan lit, vill maður
reyna fleiri og fleiri.
Við megum ekki gefast upp, þó okkur takist ekki vel
litunin fyrst í stað, heldur taka ofan í við sjálfar okk-
ur og segja: »Jeg skal aldrei gefast upp fyr en jeg
kemst upp á gott litunarlag«.
Blönduósi 2. sept. 1930.
Ásta SighvatsdótUr.
Kvenfjelagasamband íslands.
Á íslandi eru rúmlega 100 kvenfélög, sum um 50 ára
gömul. Fjelög þessi hafa, eins og gefur að skilja,
mai’gskonar starfsemi með höndum. Þau byrjuðu flest
sem líknarfjelög, settu sjer það markmið að hjálpa
með samtökum þeim sem bágt áttu á einn eða annan
hátt: voru veikir eða urðu fyrir eignamissi, þau hjálp-
uðu einnig þeim, sem áttu erfiðar heimilisástæður,
bæði með vinnu og gjöfum.