Hlín - 01.01.1930, Page 62
60
Hlin
koma í framkvæmd og kippa í lag, ef mörg fjelög ynnu
saman að ákveðnum verkefnum.
Fyrir rúmlega 20 árum síðan mynduðu Suður-Þing-
eyskar konur sambandsfjelag með sjer innan sýslu, og
settu sjer það markmið að koma á fót húsmæðraskóla
í hjeraðinu. Fyrir þessu máli hafa þær barist nú í rúm
20 ár og lagt til þess alt það f je sem þær hafa getað
innhent, enda er skólinn nú kominn upp á Laugum í
Reykjadal, og er eftirlæti kvennanna, sem eðlilegt er.
Hjeraðssýningum og fjölmennum kvennafundum hef-
ur Sambandið einnig gengist fyrir og á ýmsan hátt
unnið að áhugamálum hjeraðskvenna.
Næsta sambandsfjelag varð fjelag norðlenskra
kvenna, sem hefur miðstöð sína á Akureyri og nær yf-
ir alt Norðurland. Það var stofnað 1914. Samband
þetta hefur gengist fyrir árlegum fundum til og frá
um Norðurland, og hafa hjeraðssýningar oftast verið
haldnar í sambandi við þá. Sambandið hefur gengist
fyrir námsskeiðum og ýmislegri umferðarkenslu. —-
Eftir béiðni frá S. N. K., veitti Ræktunarfjelag Norð-
urlands stúlkum kost á garðyrkjunámi yfir sumarið,
en ekki yfir vorið eingöngu eins og áður hafði tíðkast.
Fyrir tilstilli S. N. K. veittu sjúkrahúsin á Norður-
landi nemendum sínum meiri og betri hjúkrunar-
fræðslu en áður, og betri kjör við námið.
Bandalag kvenna, sambandsfjelag kvenna aðallega i
Reykjavík er stofnað 1917, hefur gengist fyrir sýning-
um og námsskeiðum, átti frumkvæði að Barnadeginum,
þótt annað fjelag hafi nú tekið það mál upp. Bandalag-
ið átti þátt í því að kona komst að við landkjörið 1922.
Bandalagið hefur gengið í Alheimsbandalag kvenna og
hefur sótt fundi þess.
Sambandsfjelag Austfirskra kvenna var stofnað
1927. Það samband hefur gengist fyrir ágætri hjeraðs-
sýningu og fjölmennum kvennafundum, En aðalmark-