Hlín - 01.01.1930, Síða 64
62
tilín
voru kosnar til að vinna þessu máli alt það gagn sem *
verða mætti. — Búnaðarþingið 1927 hjet 1000 krónu
framlagi, á móti 2000 krónum annarstaðar frá til um-
ferðarkenslu í garðyrkju. en kaus og kostaði nefnd
manna til að rannsaka og skýra húsmæðrafræðslumál-
ið, bæði hjer á landi og í nálægum löndum. Þá nefnd
skipuðu þau: Frú Ragnhildur Pjetursdóttir, Háteigi
(sem kosin hafði verið fyrir málið á Landsfundi
kvenna), frú Guðrún J. Briem og Sigurður Sigurðsson
búnaðarmálastj óri.
Þessi nefnd skilaði áliti til Búnaðarþings 1929. Álitið
var gefið út af Búnaðarfjelagi íslands og á þess kostn-
að. —
Búnaðarþingsfulltrúamir sýndu glöggan skilning á
þessu máli. Þeir viðurkendu kröfur kvenna sanngjarn-
ar og rjettmætar, töldu þess mikla þörf, að allar hús-
mæður og húsmæðraefni landsins ættu kost á fræðslu
í handavinnu og matreiðslu. Þeir litu svo á, að öll kven-
fjelög landsins ættu að fylkja sjer um þetta mál og -
vinna að því i sameiningu. Rjeðu því til, að konurnar
stofnuðu landsfjelag, er hefði húsmæðrafræðslu og
handavinnu á stefnuskrá sinni. Til þess að koma þess-
ari sambandsstofnun í framkvæmd vildi Búnaðarfje-
lagið veita 3000 króna fjárstyrk, en mælti svo fyrir að
Sambandið skyldi komið á laggirnar 1930.
Konurnar fögnuðu þessum málalokum og hugðu gott
til að koma málum sínum í skipulegt horf með tilstyrk
hins góðkunna f jelags.
Kvenfjelagasámböndin í fjórðungum norðan, austan
og sunnanlands, kusu á aðalfundum sínum í sumar
fulltrúa til að mæta á Landsþingi kvenna, er haldið
var í Reykjavík í janúar og febrúar í vetur (1930).
Mun það vera einsdæmi í sögu landsins, að konur af
öllu landinu taki sig upp um hávetur og fari langar
leiðar til að koma fjelagsmálum sínum í betra horf,