Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 68
66
tiltn
Merkiskonur.
Minningar um
Guðriði Jónsdóttur og Elísabetu Sigurðardóttur
á Hallormsstað.
I.
Fáar eða engar minningar i'rá æskuárum mínum
standa mjer skýrara fyrir hugskotssjónum, en sú ógn-
ar angist er greip mig, er mjer varð það ljóst í fyrsta
sinni, að mamma mín og stjúpa, er jeg kallaði svo,
dæju einhverntíma og hyrfu mjer sjónum, hættu að
vera til.
Jeg mun hafa verið um 10—11 ára gömul og var
háttuð fyrir ofan hana stjúpu mína, er þessi hugsun
greip mig, og fylti meiri ótta en jeg minnist að hafa
fundið til, fyr eða síðar. Jeg gat ekki sofnað, en lá í
einu svitabaði. Við stjúpu mína þorði jeg ekki að tala
um þetta. Jeg átti enga trú á annað líf og sá ekkert
framundan nema tilveruleysið, sem birtist mjer eins
og eitthvert ógnardjúp, sem gein við mjer og fylti mig
ósegjanlegri angist og kvíða.
Nú eru þær báðar farnar hjeðan. Og jeg er fyrir
löngu hætt að berjast við ótta tilveruleysisins í þeirri
mynd, sem það fylti sál mína angist forðum.
En það liggur við, að jeg óttist stundum hugsunina
um tilveruleysi það, sem bíður vel flestra manna í hug-
um eða vitund eftirkomendanna, — í »sögunni«, sem
svo er kölluð. Við erum altaf að hugsa um okkar eigið
litla líf og þá miklu þýðingu, sem það hafi fyrir heim-
inn og framfarir hans, en hættir við að gleyma því, að
allar kynslóðirnar á undan hafa, í stóru dráttunum,